Doktor í vinnusálfræði fenginn til að greina samskiptavanda innan lögreglunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. október 2015 17:20 Jón H. B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri, og Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri, en vinnusálfræðingurinn átti meðal annars að taka viðtöl við yfirstjórn lögreglunnar. vísir Innanríkisráðuneytið fékk doktor í vinnusálfræði til þess að greina hvort að samskiptavandi væri til staðar innan embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, og ef svo væri hver rót vandans væri og hvernig mætti bæta úr honum. Þetta kemur fram í bréfi sem innanríkisráðuneytið sendi lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu í apríl síðastliðnum og Vísir hefur undir höndum. Áætlað var að vinnusálfræðingurinn, Leifur Geir Hafsteinsson, myndi skila af sér skýrslu til ráðuneytisins mánuði síðar. Ekkert bólar hins vegar á þeirri skýrslu, fimm mánuðum síðar. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytinu hafi borist ábendingar um að innan lögreglunnar væri samskiptavandi. Þessar ábendingar voru ræddar við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, og var í kjölfarið ákveðið að ráðuneytið fengi utanaðkomandi ráðgjafa til að greina vandann. Greiningarvinna Leifs Geirs átti meðal annars að felast í viðtölum við yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, viðtölum við aðra starfsmenn eftir þörfum auk þess sem leggja átti spurningalista fyrir starfsmenn. Eins og áður segir er Sigríður Björk lögreglustjóri en aðstoðarlögreglustjórar eru þau Alda Hrönn Jóhannsdóttir, ein nánasta samstarfskona Sigríðar Bjarkar um langt skeið, og Jón H. B. Snorrason. Lögreglustjórinn sagði á dögunum í samtali við RÚV að samskiptaerfiðleikar hefðu ekki áhrif á starfsemi embættisins, þótt menn greini á um áherslur. Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira
Innanríkisráðuneytið fékk doktor í vinnusálfræði til þess að greina hvort að samskiptavandi væri til staðar innan embættis lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, og ef svo væri hver rót vandans væri og hvernig mætti bæta úr honum. Þetta kemur fram í bréfi sem innanríkisráðuneytið sendi lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu í apríl síðastliðnum og Vísir hefur undir höndum. Áætlað var að vinnusálfræðingurinn, Leifur Geir Hafsteinsson, myndi skila af sér skýrslu til ráðuneytisins mánuði síðar. Ekkert bólar hins vegar á þeirri skýrslu, fimm mánuðum síðar. Í bréfinu kemur fram að ráðuneytinu hafi borist ábendingar um að innan lögreglunnar væri samskiptavandi. Þessar ábendingar voru ræddar við Sigríði Björk Guðjónsdóttur, lögreglustjóra, og var í kjölfarið ákveðið að ráðuneytið fengi utanaðkomandi ráðgjafa til að greina vandann. Greiningarvinna Leifs Geirs átti meðal annars að felast í viðtölum við yfirstjórn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, viðtölum við aðra starfsmenn eftir þörfum auk þess sem leggja átti spurningalista fyrir starfsmenn. Eins og áður segir er Sigríður Björk lögreglustjóri en aðstoðarlögreglustjórar eru þau Alda Hrönn Jóhannsdóttir, ein nánasta samstarfskona Sigríðar Bjarkar um langt skeið, og Jón H. B. Snorrason. Lögreglustjórinn sagði á dögunum í samtali við RÚV að samskiptaerfiðleikar hefðu ekki áhrif á starfsemi embættisins, þótt menn greini á um áherslur.
Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Sjá meira