Enn óljóst hvers vegna sleppibúnaður virkaði ekki sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 7. nóvember 2015 22:02 Gúmmíbjörgunarbátar eru einn mikilvægasti öryggisbúnaður sem sjófarendur reiða sig á. Ef sleppibúnaður þeirra virkar ekki er öryggi sjómanna stefnt í voða. vísir/ernir Rannsakað verður hvers vegna björgunarbátur og sleppibúnaður sanddæluskipsins Perlu virkuðu ekki er það sökk í Reykjavíkurhöfn á mánudag, að sögn Jóns A. Ingólfssonar, rannsóknarstjóra sjóslysanefndar. Hann segir koma til greina að endurskoða verklags- og öryggisreglur, en þetta er í annað sinn í ár sem sleppigálgi virkar ekki sem skyldi. „Það er nauðsynlegt að taka þessum málum alvarlega og við munum prófa búnaðinn um leið og Perla kemur upp,“ segir Jón í samtali við Vísi. „Ég tel ekki rétt að vera með einhverjar vangaveltur, en við þurfum að bíða niðurstaðna úr þessum tveimur málum áður en við getum sagt til um það hvort einhverju þurfi að breyta, en það gæti vissulega komið til greina.“ Þá er rannsókn enn í gangi á orsökum þess að Jón Hákon BA fórst úti fyrir Aðalvík í júlí síðastliðnum, að sögn Jóns. Ljóst er þó að sjálfvirkur sleppibúnaður virkaði ekki, en ekki verður hægt að rannsaka ástæður þess fyrr en báturinn verður sóttur af hafsbotni. „Við erum að vinna í þessu máli alveg á fullu. Ég get ekki sagt hvenær rannsókn lýkur en við erum að reyna að hraða okkur með það mál,“ segir Jón.Einn lést er Jón Hákon sökk út af Aðalvík í norðanverðu Ísafjarðardjúpi hinn 7.júlí. Hvorugur björgunarbátanna blés út.Kort/Loftmyndir.isBúnaðurinn prófaður árlega Samgöngustofa hefur eftirlit með losunar- og sjósetningarbúnaði gúmmíbjörgunarbáta. Upplýsingafulltrúi Samgöngustofu sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál, þ.e eftirlitshluta á Jóni Hákoni og Perlu, en í skriflegu svari hans segir að búnaðurinn sé skoðaður og prófaður af þjónustuaðilum sem hafi fengið starfsleyfi frá Samgöngustofu til fimm ára í senn. Krafa sé gerð um að staðfesting liggi fyrir um þjálfun skoðunarmanna þjónustuaðila frá framleiðanda búnaðarins. Stofnunin hafi eftirlit með starfsemi þjónustuaðilanna, geri úttektir á tækjum og búnaði þeirra á vettvangi og gangi úr skugga um að farið sé að settum reglum. Þá sé björgunarbúnaður skoðaður samkvæmt gátlistum og fyrirmælum framleiðanda og prófaður einu sinni á ári. Ef virkni búnaðar reynist ekki sem skyldi skuli gerðar úrbætur, það er framkvæmd viðgerð eða nýr búnaður settur um borð. Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16 Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27 Dæla þurfti sjó úr öðru skipi Björgunar Gleymdist að loka fyrir botnloka. 5. nóvember 2015 12:14 Perla verður á hafnarbotni fram á fimmtudag hið minnsta Aðgerðir til að koma sanddæluskipinu á flot verða ekki reyndar næstu daga. 7. nóvember 2015 15:54 Nafn mannsins sem lést Hann lét lífið þegar Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað. 8. júlí 2015 08:57 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Rannsakað verður hvers vegna björgunarbátur og sleppibúnaður sanddæluskipsins Perlu virkuðu ekki er það sökk í Reykjavíkurhöfn á mánudag, að sögn Jóns A. Ingólfssonar, rannsóknarstjóra sjóslysanefndar. Hann segir koma til greina að endurskoða verklags- og öryggisreglur, en þetta er í annað sinn í ár sem sleppigálgi virkar ekki sem skyldi. „Það er nauðsynlegt að taka þessum málum alvarlega og við munum prófa búnaðinn um leið og Perla kemur upp,“ segir Jón í samtali við Vísi. „Ég tel ekki rétt að vera með einhverjar vangaveltur, en við þurfum að bíða niðurstaðna úr þessum tveimur málum áður en við getum sagt til um það hvort einhverju þurfi að breyta, en það gæti vissulega komið til greina.“ Þá er rannsókn enn í gangi á orsökum þess að Jón Hákon BA fórst úti fyrir Aðalvík í júlí síðastliðnum, að sögn Jóns. Ljóst er þó að sjálfvirkur sleppibúnaður virkaði ekki, en ekki verður hægt að rannsaka ástæður þess fyrr en báturinn verður sóttur af hafsbotni. „Við erum að vinna í þessu máli alveg á fullu. Ég get ekki sagt hvenær rannsókn lýkur en við erum að reyna að hraða okkur með það mál,“ segir Jón.Einn lést er Jón Hákon sökk út af Aðalvík í norðanverðu Ísafjarðardjúpi hinn 7.júlí. Hvorugur björgunarbátanna blés út.Kort/Loftmyndir.isBúnaðurinn prófaður árlega Samgöngustofa hefur eftirlit með losunar- og sjósetningarbúnaði gúmmíbjörgunarbáta. Upplýsingafulltrúi Samgöngustofu sagðist ekki geta tjáð sig um einstök mál, þ.e eftirlitshluta á Jóni Hákoni og Perlu, en í skriflegu svari hans segir að búnaðurinn sé skoðaður og prófaður af þjónustuaðilum sem hafi fengið starfsleyfi frá Samgöngustofu til fimm ára í senn. Krafa sé gerð um að staðfesting liggi fyrir um þjálfun skoðunarmanna þjónustuaðila frá framleiðanda búnaðarins. Stofnunin hafi eftirlit með starfsemi þjónustuaðilanna, geri úttektir á tækjum og búnaði þeirra á vettvangi og gangi úr skugga um að farið sé að settum reglum. Þá sé björgunarbúnaður skoðaður samkvæmt gátlistum og fyrirmælum framleiðanda og prófaður einu sinni á ári. Ef virkni búnaðar reynist ekki sem skyldi skuli gerðar úrbætur, það er framkvæmd viðgerð eða nýr búnaður settur um borð.
Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16 Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27 Dæla þurfti sjó úr öðru skipi Björgunar Gleymdist að loka fyrir botnloka. 5. nóvember 2015 12:14 Perla verður á hafnarbotni fram á fimmtudag hið minnsta Aðgerðir til að koma sanddæluskipinu á flot verða ekki reyndar næstu daga. 7. nóvember 2015 15:54 Nafn mannsins sem lést Hann lét lífið þegar Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað. 8. júlí 2015 08:57 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Sjá meira
Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15
Sjómannasamtök krefjast þess að Jón Hákon BA 60 verði sóttur af hafsbotni Þrenn samtök sjómanna segja að allt verði að gera til að komast til botns um það hvað olli því að Jón Hákon BA 60 sökk í sumar. 5. október 2015 14:16
Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda á Íslandi eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Búnaðurinn virkaði ekki sem skildi þegar maður fórst í sjóslysi við Aðalvík í byrjun júlí. 29. júlí 2015 12:27
Perla verður á hafnarbotni fram á fimmtudag hið minnsta Aðgerðir til að koma sanddæluskipinu á flot verða ekki reyndar næstu daga. 7. nóvember 2015 15:54
Nafn mannsins sem lést Hann lét lífið þegar Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað. 8. júlí 2015 08:57
„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30