Kostnaðarsamar tafir á Hlíðarendareitnum kjartan hreinn njálsson skrifar 7. nóvember 2015 20:36 Þorvaldur Gissurarson, eigandi ÞG verktaka, og Brynjar Harðarson, stjórnarformaður Valsmanna hf. vísir/gva Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. Árið 1971, eða aldarfjórðungi eftir að breski sendiherrann afhenti Ólafi Thors flugvöllinn, var flugbraut 0625, eða norðaustur suðvestur flugbrautin, ekki lengur í notkun. Hún var ekki lengur merkt. Sá hluti hennar hefur verið undir mold í mörg ár saman. Þar eru nú verktakar að störfum en fyrsta skóflustungan að nýju íbúðarhúsnæðum var tekin á dögunum. Samgöngustofa hafnaði beiðni ÞG verktaka um að fá að koma fyrir byggingakrönum á svæðinu. Það brjóti gegn ákvæðum reglugerðar um flugvelli. „Þetta hefur áhrif á þeirra áform. Þeir geta ekki unnið verkið eins og þeir vilja eða undirbúið sínar framkvæmdir. Við getum ekkert annað haldið áfram okkar striki og treyst á það að lög og reglur séu virt á Íslandi og að hér sé stjórnsýsla sem við getum treyst á,“ segir Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Það var fyrst í febrúar árið 2005 sem Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þáverandi borgarstjóri, komust að samkomulagi að loka brautinni sama ár. Í apríl 2009 sameinuðust Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi borgarstjóri, og Kristján L. Möller, þáverandi samgönguráðherra, um lokun brautarinnar svo hægt yrði að skapa svæði til annarra nota, til dæmis fyrir samgöngumiðstöð. Í október árið 2013 undirrituðu Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, samþykkt þess efnis að aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagu fyrir flugvallarsvæðið og að tilkynnt verði um lokun norðaustur suðvestur-brautarinnar samhliða auglýsingu þess. Endurskoðun á deiliskipulagi og auglýsing þess er lokið. Aftur á móti hefur lítið gerst í endurskoðun núgildandi skipulagsreglna fyrir Reykjavíkurflugvöll, sem einnig var hluti af samkomulaginu. Síðasti gjörningurinn var í desember 2013 þegar innanríkisráðuneytið óskaði eftir því að það verði hafinn undirbúningur að lokun flugbrautarinnar. Settur var fyrirvari um að ekkert yrði gert fyrr en Rögnunefnd skilar niðurstöðum sínum, sem hún hefur nú gert. „Það er búið að setja um það þrjú þúsund og fimm hundruð milljónir í Hlíðarendareit nú þegar. Þannig að hvert mannsbarn sér að hver dagur kostar gríðarlegar fjárhæðir.“ Sá kostnaður hleypur á mörg hundruð þúsund krónum á dag. „Það virðist vera sama hvaða fréttir eru fluttar eða hvað sé rétt í þessu máli að menn halda áfram að deila um þetta mál, því miður,“ segir Brynjar.Uppfært: Í bréfi Innanríkisráðuneytisins segir:Rétt er að ítreka að flugbrautinni skal þó ekki lokað eða aðrar ákvarðanir teknar sem leiða til þess að flugbraut 06/24 verði tekin úr noktun á meðan verkefnisstjórn, sem nú starfar undir forystu Rögnu Árnadóttur skv. samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group er enn að störfum og ákvörðun á grundvelli tillagna hennar liggur ekki fyrir. Tengdar fréttir Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Frestun framkvæmda á Hlíðarendasvæðinu vegna niðurstöðu Samgöngustofu um að leyfa ekki verktökum að koma byggingakrönum fyrir á svæðinu kostar byggingaaðila mörg hundruð þúsund króna á dag. Árið 1971, eða aldarfjórðungi eftir að breski sendiherrann afhenti Ólafi Thors flugvöllinn, var flugbraut 0625, eða norðaustur suðvestur flugbrautin, ekki lengur í notkun. Hún var ekki lengur merkt. Sá hluti hennar hefur verið undir mold í mörg ár saman. Þar eru nú verktakar að störfum en fyrsta skóflustungan að nýju íbúðarhúsnæðum var tekin á dögunum. Samgöngustofa hafnaði beiðni ÞG verktaka um að fá að koma fyrir byggingakrönum á svæðinu. Það brjóti gegn ákvæðum reglugerðar um flugvelli. „Þetta hefur áhrif á þeirra áform. Þeir geta ekki unnið verkið eins og þeir vilja eða undirbúið sínar framkvæmdir. Við getum ekkert annað haldið áfram okkar striki og treyst á það að lög og reglur séu virt á Íslandi og að hér sé stjórnsýsla sem við getum treyst á,“ segir Brynjar Harðarson, framkvæmdastjóri Valsmanna hf. Það var fyrst í febrúar árið 2005 sem Sturla Böðvarsson, þáverandi samgönguráðherra, og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þáverandi borgarstjóri, komust að samkomulagi að loka brautinni sama ár. Í apríl 2009 sameinuðust Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi borgarstjóri, og Kristján L. Möller, þáverandi samgönguráðherra, um lokun brautarinnar svo hægt yrði að skapa svæði til annarra nota, til dæmis fyrir samgöngumiðstöð. Í október árið 2013 undirrituðu Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, og Jón Gnarr, þáverandi borgarstjóri, samþykkt þess efnis að aðilar ljúki vinnu við endurskoðun á deiliskipulagu fyrir flugvallarsvæðið og að tilkynnt verði um lokun norðaustur suðvestur-brautarinnar samhliða auglýsingu þess. Endurskoðun á deiliskipulagi og auglýsing þess er lokið. Aftur á móti hefur lítið gerst í endurskoðun núgildandi skipulagsreglna fyrir Reykjavíkurflugvöll, sem einnig var hluti af samkomulaginu. Síðasti gjörningurinn var í desember 2013 þegar innanríkisráðuneytið óskaði eftir því að það verði hafinn undirbúningur að lokun flugbrautarinnar. Settur var fyrirvari um að ekkert yrði gert fyrr en Rögnunefnd skilar niðurstöðum sínum, sem hún hefur nú gert. „Það er búið að setja um það þrjú þúsund og fimm hundruð milljónir í Hlíðarendareit nú þegar. Þannig að hvert mannsbarn sér að hver dagur kostar gríðarlegar fjárhæðir.“ Sá kostnaður hleypur á mörg hundruð þúsund krónum á dag. „Það virðist vera sama hvaða fréttir eru fluttar eða hvað sé rétt í þessu máli að menn halda áfram að deila um þetta mál, því miður,“ segir Brynjar.Uppfært: Í bréfi Innanríkisráðuneytisins segir:Rétt er að ítreka að flugbrautinni skal þó ekki lokað eða aðrar ákvarðanir teknar sem leiða til þess að flugbraut 06/24 verði tekin úr noktun á meðan verkefnisstjórn, sem nú starfar undir forystu Rögnu Árnadóttur skv. samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group er enn að störfum og ákvörðun á grundvelli tillagna hennar liggur ekki fyrir.
Tengdar fréttir Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Samgöngustofa hafnar því að reistir verði byggingarkranar á Hlíðarenda Forstjóri ÞG verktaka segir ekki koma að sök í einhverja mánuði að ekki fáist leyfi til að reisa byggingarkrana á Hlíðarenda, en það komi að því. 6. nóvember 2015 18:45