Borgin í mál við ríkið út af flugvellinum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. nóvember 2015 13:47 Borgarstjóri segist ekki sjá aðra leið en að fara með málið fyrir dómstóla. VÍSIR/STEFÁN Reykjavíkurborg ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna ákvörðunar Ólafar Nordal innanríkisráðherra um að hafna lokun NA/SV flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Borgarráð fól í dag borgarlögmanni að undirbúa málið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að eftir að hafa gengið á eftir svörum frá innanríkisráðuneytinu allt frá því í sumar sé þessi ákvörðun nú ljós.Ólöf mótmælti mögulegri bótaskyldu vegna ákvörðunarinnar í bréfi til borgarinnar.vísir/anton brinkBréf Ólafar til borgarinnar var lagt fram á fundi borgarráðs í dag en þar kemur fram að ríkið mótmæli mögulegri bótaskyldu vegna byggingaráformanna. Til stendur að byggja 400 íbúðir á svæðinu.Þvert á fyrri áform „Ráðherra telur óljóst hvort henni beri skylda til þess að loka brautinni og segir að eðlilegt sé að láta á það reyna fyrir dómstólum svo við fólum borgarlögmanni að höfða mál til staðfestingar þessum skýru og fyrirvaralausu samningum,“ segir Dagur. „Ég hef auðvitað átt í ýmsum samskiptum við ráðuneytið frá því að skrifað var undir þessa samninga og það hefur líka komið fram opinberlega, að ráðuneytið hafi ætlað að virða þessa samninga,“ segir Dagur aðspurður hvort ákvörðun ráðherra komi sér á óvart. „Núna er í fyrsta skipti komin fram sú afstaða að svo sé ekki, alla vega svona með skýrum hætti,“ segir Dagur sem segist ekki sjá aðra kosti í stöðunni en að höfða málið.NA/SV flugbrautinni verður ekki lokað enn um sinn, samkvæmt ákvörðun innanríkisráðherra.Vísir/VilhelmMinnihlutinn hikandi Ekki var samstaða um málið þvert á flokka og segir Dagur að hik hafi verið á minnihlutanum; það er Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. „Þó að það sé augljósir hagsmunir borgarinnar af því að fara í þetta mál þá var eitthvað hik á minnihlutanum,“ segir borgarstjórinn. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef að borgin myndi ekki fylgja þessu eftir þá gætum við skapað borgarsjóði skaðabótaskyldu sem annars endar á ríkinu, því vanefndirnar eru allar ríkisins megin. En til þess þurfum við að reka málið,“ segir hann.Ríkið geti ekki valið samninga til að efna Dagur segir málið þó snúast um meira en bara flugvöllinn. „Þetta snýst í raun ekki síst um prinsippið um að samningar haldi, burt séð frá flugvallarmálinu,“ segir hann. „Það getur ekki gengið að allskonar aðilar taki ákvarðanir byggt á því að samningar haldi, sem er svona gamalt prinsipp, sem er einn af hornsteinum samfélagsins, og að ríkið áskilji sér rétt til þess að virða bara þá samninga sem þeim sýnist.“ Tengdar fréttir Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Reykjavíkurborg ætlar að höfða mál gegn ríkinu vegna ákvörðunar Ólafar Nordal innanríkisráðherra um að hafna lokun NA/SV flugbrautarinnar á Reykjavíkurflugvelli. Borgarráð fól í dag borgarlögmanni að undirbúa málið. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að eftir að hafa gengið á eftir svörum frá innanríkisráðuneytinu allt frá því í sumar sé þessi ákvörðun nú ljós.Ólöf mótmælti mögulegri bótaskyldu vegna ákvörðunarinnar í bréfi til borgarinnar.vísir/anton brinkBréf Ólafar til borgarinnar var lagt fram á fundi borgarráðs í dag en þar kemur fram að ríkið mótmæli mögulegri bótaskyldu vegna byggingaráformanna. Til stendur að byggja 400 íbúðir á svæðinu.Þvert á fyrri áform „Ráðherra telur óljóst hvort henni beri skylda til þess að loka brautinni og segir að eðlilegt sé að láta á það reyna fyrir dómstólum svo við fólum borgarlögmanni að höfða mál til staðfestingar þessum skýru og fyrirvaralausu samningum,“ segir Dagur. „Ég hef auðvitað átt í ýmsum samskiptum við ráðuneytið frá því að skrifað var undir þessa samninga og það hefur líka komið fram opinberlega, að ráðuneytið hafi ætlað að virða þessa samninga,“ segir Dagur aðspurður hvort ákvörðun ráðherra komi sér á óvart. „Núna er í fyrsta skipti komin fram sú afstaða að svo sé ekki, alla vega svona með skýrum hætti,“ segir Dagur sem segist ekki sjá aðra kosti í stöðunni en að höfða málið.NA/SV flugbrautinni verður ekki lokað enn um sinn, samkvæmt ákvörðun innanríkisráðherra.Vísir/VilhelmMinnihlutinn hikandi Ekki var samstaða um málið þvert á flokka og segir Dagur að hik hafi verið á minnihlutanum; það er Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. „Þó að það sé augljósir hagsmunir borgarinnar af því að fara í þetta mál þá var eitthvað hik á minnihlutanum,“ segir borgarstjórinn. „Í mínum huga er alveg ljóst að ef að borgin myndi ekki fylgja þessu eftir þá gætum við skapað borgarsjóði skaðabótaskyldu sem annars endar á ríkinu, því vanefndirnar eru allar ríkisins megin. En til þess þurfum við að reka málið,“ segir hann.Ríkið geti ekki valið samninga til að efna Dagur segir málið þó snúast um meira en bara flugvöllinn. „Þetta snýst í raun ekki síst um prinsippið um að samningar haldi, burt séð frá flugvallarmálinu,“ segir hann. „Það getur ekki gengið að allskonar aðilar taki ákvarðanir byggt á því að samningar haldi, sem er svona gamalt prinsipp, sem er einn af hornsteinum samfélagsins, og að ríkið áskilji sér rétt til þess að virða bara þá samninga sem þeim sýnist.“
Tengdar fréttir Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Kröfu Reykjavíkur um lokun flugbrautar hafnað Borgarráð fólk lögmanni Reykjavíkurborgar að höfða mál á hendur ríkinu. 19. nóvember 2015 13:30