Erlent

Staðfestir dóm um að heimilt verði að slökkva á öndunarvél lamaðs manns

Atli Ísleifsson skrifar
Rachel Lambert, eiginkona Vincent Lambert.
Rachel Lambert, eiginkona Vincent Lambert. Vísir/AFP
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur staðfest dóm fransks dómstóls um að heimila fjölskyldu lamaðs manns að slökkva á öndunarvél hans.

Vincent Lambert hefur verið í dái í sjö ár eftir að hann lenti í mótorhjólaslysi og hefur fjölskylda mannsins átt í deilum um hvort beri að slökkva á öndunarvélinni.

Málið var vísað til Mannréttindadómstólsins eftir að æðsti dómstóll Frakklands heimilaði að binda enda á líf hins fertuga Lambert sem liggur inni á spítala í Reims í norðausturhluta landsins. Dómstóllinn úrskurðaði í dag að slíkt bryti ekki í bága við Evrópureglur.

Í frétt BBC kemur fram að málið hafi mikið verið rætt í Frakklandi þar sem líknardráp eru óheimil, þó að læknar geti stöðvað meðferð sjúklinga.

Eiginkona Lambert og hópur systkina hafa barist fyrir því að slökkt verði á öndunarvélinni eftir að læknar greindu þeim frá því að batahorfur væru engar.

Foreldrar hans og nokkur systkini eru hins vegar strangtrúaðir kaþólikkar og segja hann einungis þurfa betri læknismeðferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×