Erlent

Læknir í Suður Kóreo óhlýðnaðist skipunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Búið er að loka um 700 skólum í Suður Kóreu.
Búið er að loka um 700 skólum í Suður Kóreu. Vísir/EPA
Fjórir eru látnir og 41 hafa smitast af Mers veirunni í Suður Kóreu. Læknir sem smitaðist af sjúklingi sínum óhlýðnaðist skipunum um að setja sig í einangrun og hélt áfram að mæta í vinnuna og á fundi, þrátt fyrir að vera byrjaður að sýna einkenni.

Allt í allt komst hann í tæri við um 1.500 manns og óttast yfirvöld að hann hafi gert útbreiðslu veirunnar mun umfangsmeiri. Um er að ræða stærstu útbreiðslu Mers frá því hún kom fyrst upp í Sádi Arabíu árið 2012.

Á vef BBC kemur fram að íbúar landsins kaupa nú grímur og sendi börn ekki í skóla. Búið er að loka 700 skólum í landinu. Þá hefur borgarstjóri Seoul, höfuðborgar Suður Kóreu, gagnrýnt stjórnvöld fyrir slæmt upplýsingaflæði.

Mers veldur hita, öndunarerfiðleikum, lungnabólgu og nýru smitaðra geta stöðvast. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni deyr rúmur þriðjungur þeirra sem smitast af veirunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×