Erlent

Leita fleiri hryðjuverkamanna í Svíþjóð

Atli Ísleifsson skrifar
Stefan Löfven forsætisráðherra og Peter Hultqvist varnarmálaráðherra.
Stefan Löfven forsætisráðherra og Peter Hultqvist varnarmálaráðherra. Vísir/EPA
Peter Hultqvist, varnarmálaráðherra Svíþjóðar, segir sænsku lögregluna nú leita að fleiri grunuðum hryðjuverkamönnum í landinu. Expressen greinir frá þessu.

Sænska lögreglan handtók í gær Írakann Mutar Muthanna Majid í bænum Boliden í norðurhluta Svíþjóðar.

Sænsk yfirvöld höfðu hækkað viðbúnaðarstig sitt úr „þremur“ í „fjóra“, næsthæsta stig viðbúnaðar, eftir að tilkynning barst um að Majid væri kominn til landsins.

Majid er grunaður um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk í Evrópu.

Dan Eliasson, ríkislögreglustjóri Svíþjóðar, segir að sænskur almenningur muni á næstu dögum taka eftir fleiri lögreglumönnum á opinberum stöðum en hann á að venjast.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×