Erlent

Fulltrúar Norður- og Suður-Kóreu funda aftur í næstu viku

Atli Ísleifsson skrifar
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. Vísir/EPA
Talsmaður stjórnar Norður-Kóreu hefur lagt til að fulltrúar þess og suður-kóreskra stjórnvalda fundi í landamærabænum Panmunjom í næstu viku. Norður-kóreska ríkisfréttastofan KCNA greinir frá þessu.

Markmið viðræðnanna er að draga úr spennu í samskiptum ríkjanna.

Nokkrum klukkustundum eftir boðið tilkynnti suður-kóreski miðillinn Yonhap að Suður-Kóreustjórn hafi samþykkt boðið og leggur til að fundurinn verði ekki einungis á embættismannastigi heldur að ráðherrar muni jafnframt sækja fundinn.

Fulltrúar ríkjanna komu sér saman í ágúst um að gera tilraun til að leysa ástandið á Kóreuskaga og að halda viðræðum áfram.

Í frétt KCNA kemur fram að norður-kóresk yfirvöld leggi til að viðræðurnar verði haldnar í Panmunjom fimmtudaginn 26. nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×