Erlent

Eldgos hafið að nýju í Síle

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Myndin er tekin 22. apríl.
Myndin er tekin 22. apríl. vísir/ap
Eldgos er hafið að nýju í Calbuco-fjalli í Síle. Þetta er í þriðja sinn á rúmri viku sem fjallið tekur að gjósa með tilheyrandi ösku, íbúum til mikilla ama. Lýst hefur verið yfir hættuástandi og þurfa því allir sem búa á 20 kílómetra svæði umhverfis fjallið að flýja heimili sín.

Neyðarástandi var lýst yfir í Síle í síðustu viku og þurftu yfir 6.500 manns að yfirgefa heimili sín. Öskufallið hefur verið gríðarlegt en talið er að fjallið hafi spúið yfir 200 milljónum tonnum af ösku. Heilu þorpin eru því undirlögð.

Calbuco hafði ekkert látið á sér kræla frá árinu 1972, en það var lítið gos. Stærra gos varð árið 1961, en þá hafði fjallið gosið tíu sinnum frá árinu 1837.


Tengdar fréttir

Öskuskýið veldur íbúum áhyggjum

Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Síle vegna eldgossins í Calbuco, einu af þremur hættulegustu eldfjöllum landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×