Erlent

Nýnasistar söfnuðu 1,5 milljónum króna fyrir samtök gegn nasistum

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá göngunni í fyrra.
Frá göngunni í fyrra. Vísir/EPA
Íbúar í Wunsiedel í Þýskalandi eru þreyttir á árlegri göngu nasista í gegnum bæinn og tóku því til sinna ráða. Ganga nasistanna var tileinkuð nasistaleiðtoganum Rudolf Hess, sem eitt sinn var grafinn í bænum. Í nóvember í fyrra ákváðu bæjarbúar því að heita 10 evrum fyrir hvern metra sem nasistarnir gengu, til samtakanna Exit Deutschland. Samtökin hjálpa fólki að komast úr öfgahópum eins og hópum nýnasista.

Á endanum söfnuðu þeir 250 nýnasistar, sem tóku þátt í göngunni, um einni og hálfri milljón króna til góðgerðarmála.

Íbúar bæjarins hengdu upp skemmtilega borða og á einum þeirra stóð til dæmis: „Ef foringinn (Führer) vissi“. Þegar nasistarnir luku göngunni beið þeirra borði þar sem þeim var þakkað fyrir framlag þeirra til góðgerðarmála.

„Í fyrsta sinn í sögunni, gengu nasistar í mótmælagöngu gegn nasistum,“ segir í myndbandi frá EXIT Deutschland. Myndbandið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×