Erlent

Hafa fundið svarta kassa vélarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Viðtæk leit hefur staðið yfir í tvær vikur, en veður hefur hamlað henni.
Viðtæk leit hefur staðið yfir í tvær vikur, en veður hefur hamlað henni. Vísir/AFP
Svarti kassinn úr indónesísku flugvélinni sem brotlenti í Javahafi þann 28. desember hefur verið fundinn. Kassinn fannst skammt frá stéli vélarinnar en leitarmenn vonast til að hljóðupptökur úr stjórnklefanum séu á honum.

Samkvæmt BBC telur yfirmaður leitarinnar að reynt verði að ná kassanum á þurrt á morgun. Talið er að hann liggi undir braki úr vélinni.

Svarti kassinn gæti varpað ljósi á hvað olli því að- flugvélin brotlenti. Hún hvarf af ratsjám eftir að flugmennirnir báðu um leyfi til að hækka flugið vegna óveðurs. Beiðninni var hafnað.

Búið er að finna 48 lík, en alls voru 162 um borð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×