Erlent

Umunna dregur framboð sitt óvænt til baka

Atli Ísleifsson skrifar
Chuka Umunna hefur verið talsmaður Verkamannaflokksins í viðskiptamálum síðustu ár.
Chuka Umunna hefur verið talsmaður Verkamannaflokksins í viðskiptamálum síðustu ár. Vísir/AFP
Chuka Umunna hefur óvænt dregið framboð sitt til formanns breska Verkamannaflokksins til baka.

Hinn 36 ára Umunna var talinn einna líklegastur til að taka við embættinu, en Ed Miliband tilkynnti um afsögn sína í kjölfar sigurs Íhaldsflokksins í bresku þingkosningunum í síðustu viku.

Umunna greindi frá ákvörðun sinni fyrr í dag og sagðist hafa fundið fyrir gríðarlegu áreiti og þrýstingi síðan hann tilkynnti um framboðið. Honum hafi ekki líkað það.

Umunna hefur verið talsmaður Verkamannaflokksins í viðskiptamálum síðustu ár og greindi frá framboði sínu til formanns flokksins fyrr í vikunni.

Nýr formaður breska Verkamannaflokksins verður kynntur á aukalandsfundi þann 12. september.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×