Gagnrýna málaþurrð ríkisstjórnarinnar Sveinn Arnarsson skrifar 15. október 2015 07:00 Ragnheiður Ríkharðsdóttir alþingismaður Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. Aðeins 23 almennum þingfundardögum er ólokið á þessu ári samkvæmt starfsáætlun þingsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vill skerpa á vinnubrögðum þingsins. Aðeins eitt mál var til umræðu á þingi í gær frá ráðherra og tvö frumvörp frá heilbrigðisráðherra eru á dagskrá þingsins í dag. Ragnheiður telur ákveðna lensku að þingmál komi seint fram og vill sjá frumvörp sem sannarlega eru tilbúin koma til þings. „Það sem vekur furðu mína er að mál sem unnin voru á síðasta vori skuli ekki vera komin inn aftur. Ég er sammála því að það þarf aðeins að skerpa á þessu. Það er sérstakt að mál sem hlutu ekki náð fyrir þinginu í vor skuli ekki vera komin inn aftur og því þarf að leita skýringa á því,“ segir Ragnheiður.Katrín Júlíusdóttir alþingismaðurKatrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þessi vinnubrögð ósið. „Á meðan við bíðum eftir stóru málunum frá ríkisstjórnarflokkunum, húsnæðisfrumvörpum velferðarráðherra sem dæmi, þá eru í þinginu um það bil hálftíma þingfundir ef frá eru taldir hefðbundnir upphafsliðir þingstarfa,“ segir Katrín. „Ég er hrædd um að hér verði kraðak þegar líða tekur á þingstörfin og að ráðherrar komi með hrúgu af málum á stuttum tíma. Það kemur bara niður á gæðum og umfjöllun þingmála. Á meðan svona rólegt er hjá ríkisstjórninni ættum við að nota tímann vel og dæla inn þingmannamálum og afgreiða þau þar sem mörg góð mál bíða frá þingmönnum allra flokka.“ Ragnheiður segir þessi vinnubrögð ekki ný af nálinni og slæmt að ekki skuli takast betur til í að breyta vinnubrögðunum. „Það er svo sem hefðbundin venja hér að mál detta inn í bunkum áður en síðasti dagur rennur út. Það gefur hins vegar augaleið að þau mál afgreiðast ekki fyrir jól nema þau sem eru beintengd fjárlagafrumvarpinu. Hin málin færast fram í janúar.“ Alþingi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Fá stór mál ríkisstjórnarinnar eru komin fram á þingi og hefur stjórnarandstaðan gagnrýnt þunna dagskrá þingfunda það sem af er vetri. Aðeins 23 almennum þingfundardögum er ólokið á þessu ári samkvæmt starfsáætlun þingsins. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, vill skerpa á vinnubrögðum þingsins. Aðeins eitt mál var til umræðu á þingi í gær frá ráðherra og tvö frumvörp frá heilbrigðisráðherra eru á dagskrá þingsins í dag. Ragnheiður telur ákveðna lensku að þingmál komi seint fram og vill sjá frumvörp sem sannarlega eru tilbúin koma til þings. „Það sem vekur furðu mína er að mál sem unnin voru á síðasta vori skuli ekki vera komin inn aftur. Ég er sammála því að það þarf aðeins að skerpa á þessu. Það er sérstakt að mál sem hlutu ekki náð fyrir þinginu í vor skuli ekki vera komin inn aftur og því þarf að leita skýringa á því,“ segir Ragnheiður.Katrín Júlíusdóttir alþingismaðurKatrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir þessi vinnubrögð ósið. „Á meðan við bíðum eftir stóru málunum frá ríkisstjórnarflokkunum, húsnæðisfrumvörpum velferðarráðherra sem dæmi, þá eru í þinginu um það bil hálftíma þingfundir ef frá eru taldir hefðbundnir upphafsliðir þingstarfa,“ segir Katrín. „Ég er hrædd um að hér verði kraðak þegar líða tekur á þingstörfin og að ráðherrar komi með hrúgu af málum á stuttum tíma. Það kemur bara niður á gæðum og umfjöllun þingmála. Á meðan svona rólegt er hjá ríkisstjórninni ættum við að nota tímann vel og dæla inn þingmannamálum og afgreiða þau þar sem mörg góð mál bíða frá þingmönnum allra flokka.“ Ragnheiður segir þessi vinnubrögð ekki ný af nálinni og slæmt að ekki skuli takast betur til í að breyta vinnubrögðunum. „Það er svo sem hefðbundin venja hér að mál detta inn í bunkum áður en síðasti dagur rennur út. Það gefur hins vegar augaleið að þau mál afgreiðast ekki fyrir jól nema þau sem eru beintengd fjárlagafrumvarpinu. Hin málin færast fram í janúar.“
Alþingi Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira