Erlent

Íhaldsmenn í fyrsta sinn í meirihluta síðan 1997

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
David Cameron forsætisráðherra leiðir Íhaldsflokkinn.
David Cameron forsætisráðherra leiðir Íhaldsflokkinn. Vísir/EPA
Breska þingið kemur saman í dag til fyrsta fundar eftir kosningar. Þetta verður í fyrsta sinn síðan árið 1997 sem Íhaldsflokkurinn hefur hreinan meirihluta í þinginu.

Flokkurinn hefur undanfarin fimm ár leitt samsteypustjórn með Frjálslyndum demókrötum, sem biðu afhroð í kosningunum sem fram fóru fyrr í mánuðinum.

Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn kemur leiðtogalaus til þingsins eftir að Ed Miliband, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði af sér í kjölfar kosninganna. Þá mun Skoski þjóðarflokkurinn mæta til leiks með 56 þingmenn sem þriðji stærsti flokkur landsins.

Uppfært klukkan 8.43 þar sem rétt þykir að miða við lok kjörtímabilsins 1997 frekar en upphaf þess 1992.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×