„Þar sem kemur saman margt fólk, þá auðvitað tekst fólk á“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. ágúst 2015 14:42 Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, og Margrét Marteinsdóttir, stjórnarformaður flokksins. Mynd/Björt framtíð Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar hefði fyrir fram kosið að leyst hefði verið úr ófriði flokksins fyrir utan kastljós fjölmiðla. Eftir á að hyggja er hún ánægð með að ófriðurinn hafi komið fram á yfirborðið. „Fyrst að það var einhver ólga þá er gott að hún kemur upp á yfirborðið. Það er mjög gott í meðvirku samfélagi þegar það gerist,“ segir Margrét Marteinsdóttir. Fylgi Bjartrar framtíðar hefur hrunið í skoðanakönnunum undanfarið. Heiða Kristín Helgadóttir, annar af stofnendum Bjartrar framtíðar, gagnrýndi í kjölfarið formann flokksins, Guðmund Steingrímsson, og sagðist vera tilbúin að taka við hans stöðu. Guðmundur lagði fram mótleik þar sem hann stakk upp á því að ábyrgðarstöður innan flokksins yrðu að einhverskonar boðhlaupi þar sem flokksmenn skiptust á að gegna embættum og bera ábyrgð. Margrét segist vera hrifin af þeirri hugmynd en vill ekki tjá sig um hana við fjölmiðla fyrr en hún hefur rætt við flokksmenn á fundi annað kvöld. Hún segist ekki almennilega átta sig á því hvað hafi orsakað þetta fylgistap hjá flokknum.Friður í Kópavogi „Hugsanlega er einhver ímyndarvandi. Það hafa allir stjórnmálaflokkar misst og við erum þó að tala alvarlega um það, það er einhverskonar heilbrigðismerki, og reyna að finna einhverja leið til að bæta stöðuna.“ Hún segir frábært fólk skipa Bjarta framtíð, bæði á þingi og í sveitarstjórnum, og nefnir sem dæmi starf Theodóru S. Þorsteinsdóttur, oddvita Bjartrar framtíðar í Kópavogi. „Það er friður í Kópavogi. Það þarf ekki að fara mjög langt aftur til að muna eftir ófriðinum þar. Maður var alltaf á Kópavogsvaktinni á fréttastofunni,“ segir Margrét sem er fyrrverandi starfsmaður Ríkisútvarpsins. „Theodóra hefur stýrt þessu ofboðslega vel, af heiðarleika og gagnsæi. Ef þú myndir spyrja Kópavogsbúa þá eru þeir ánægðir, líka þeir sem muna aðra tíma.“„Það er eitthvað óþol“ Björt framtíð er flokkur sem sagðist ekki ætla að stunda átakapólitík en nú er sú staða komin upp að það hefur verið töluverð ólga undanfarið í flokknum samhliða átökum. Spurð hvort það sé ekki einfaldlega óhjákvæmilegt að takast á svarar Margrét það hafi verið gert með einhverskonar hlýhug innan flokksins. „Þar sem kemur saman margt fólk þá auðvitað tekst fólk á. Það hefur verið gert af einhverskonar hlýhug, það er ekki einhver svona ofboðsleg leiðindi þó svo að ætla mætti af umræðunni að það væri þannig. En það er eitthvað óþol, en það hlýtur bara að vera í hinum flokkunum líka, alls staðar nema hjá Pírötum, ég bara trúi ekki öðru. Ég er bara glöð að þetta hafi komið upp á yfirborðið, ég held að það sé aðalatriðið. Hafið þið ekki áhyggjur af því, við bara vinnum úr þessu,“ segir hún létt í bragði.Stjórnvöld átta sig ekki á almannahagsmunum númer eitt Hún segist brenna fyrir umhverfismál og þess vegna valdi hún Bjarta framtíð sem hún segir setja náttúruvernd á oddinn. „Það sem ég brenn helst fyrir eru umhverfismálin, það er alltaf verið að tala um almannahagsmuni, það eru almannahagsmunir númer eitt. Stjórnvöld á Vesturlöndum eru ekki bara að átta sig á því en almenningur er að kveikja á perunni. Við erum að búa til mjög fína umhverfisstefnu og ég vona að sú vinna eigi eftir að hjálpa almenningi til að kveikja á perunni. Ég er búinn að vera tryllt af gleði yfir velgengni Pírata því þá sér maður að fólk er að kveikja á perunni. En ég er ekki alveg ég jafn tryllt af gleði yfir því að við höfum ekki náð augum og eyrum fólks.“Framtíðin í húfi Hún segir að það yrði vafalaust skrýtið ef flokkur með nafnið Bjarta framtíð væri ekki með bestu umhverfisstefnuna. Framtíðin sé í húfi og nefnir hún viðtal fréttastofu Ríkisútvarpsins við Kristínu Völu Ragnarsdóttur, helsta sérfræðing Íslands í sjálfbærnimálum, þar sem hún sagði alþjóðlega loftslagsráðstefnu í París í desember næstkomandi líklegast mikilvægasta fund mannkynssögunnar. Kristín Vala sagði að ef ekki næst árangur af þessari ráðstefnu þá missi mannkynið líklegast loftslagsmálinu úr höndum sér. „Hún talaði um náttúruhamfarir og fréttamaðurinn spurði hvort það væri fram undan og hún sagði að ferlið byrjað. Stjórnmálamenn vilja ekki átta sig á því, það er ástæðan fyrir því að ég er í pólitík.“Ófriður framundan Margrét segir að því sé spáð að árið 2050 verði 250 milljónir manna á flótta vegna náttúruhamfara af völdum loftslagsbreytinga. „Og við erum að tala um að taka á móti 50 flóttamönnum. Það er ófriður fram undan ef stjórnvöld fara ekki að taka við sér. Þetta er stóra málið. Það er talað um krísu innan flokka en þetta er stóra málið.“ Tengdar fréttir Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þingflokksformaðurinn er hissa á gagnrýni Heiðu Kristínar á Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar. 10. ágúst 2015 12:21 „Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag“ Guðmundur Steingrímsson tjáir sig um þá ólgu sem hefur ríkt í Bjartri framtíð 10. ágúst 2015 15:46 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar hefði fyrir fram kosið að leyst hefði verið úr ófriði flokksins fyrir utan kastljós fjölmiðla. Eftir á að hyggja er hún ánægð með að ófriðurinn hafi komið fram á yfirborðið. „Fyrst að það var einhver ólga þá er gott að hún kemur upp á yfirborðið. Það er mjög gott í meðvirku samfélagi þegar það gerist,“ segir Margrét Marteinsdóttir. Fylgi Bjartrar framtíðar hefur hrunið í skoðanakönnunum undanfarið. Heiða Kristín Helgadóttir, annar af stofnendum Bjartrar framtíðar, gagnrýndi í kjölfarið formann flokksins, Guðmund Steingrímsson, og sagðist vera tilbúin að taka við hans stöðu. Guðmundur lagði fram mótleik þar sem hann stakk upp á því að ábyrgðarstöður innan flokksins yrðu að einhverskonar boðhlaupi þar sem flokksmenn skiptust á að gegna embættum og bera ábyrgð. Margrét segist vera hrifin af þeirri hugmynd en vill ekki tjá sig um hana við fjölmiðla fyrr en hún hefur rætt við flokksmenn á fundi annað kvöld. Hún segist ekki almennilega átta sig á því hvað hafi orsakað þetta fylgistap hjá flokknum.Friður í Kópavogi „Hugsanlega er einhver ímyndarvandi. Það hafa allir stjórnmálaflokkar misst og við erum þó að tala alvarlega um það, það er einhverskonar heilbrigðismerki, og reyna að finna einhverja leið til að bæta stöðuna.“ Hún segir frábært fólk skipa Bjarta framtíð, bæði á þingi og í sveitarstjórnum, og nefnir sem dæmi starf Theodóru S. Þorsteinsdóttur, oddvita Bjartrar framtíðar í Kópavogi. „Það er friður í Kópavogi. Það þarf ekki að fara mjög langt aftur til að muna eftir ófriðinum þar. Maður var alltaf á Kópavogsvaktinni á fréttastofunni,“ segir Margrét sem er fyrrverandi starfsmaður Ríkisútvarpsins. „Theodóra hefur stýrt þessu ofboðslega vel, af heiðarleika og gagnsæi. Ef þú myndir spyrja Kópavogsbúa þá eru þeir ánægðir, líka þeir sem muna aðra tíma.“„Það er eitthvað óþol“ Björt framtíð er flokkur sem sagðist ekki ætla að stunda átakapólitík en nú er sú staða komin upp að það hefur verið töluverð ólga undanfarið í flokknum samhliða átökum. Spurð hvort það sé ekki einfaldlega óhjákvæmilegt að takast á svarar Margrét það hafi verið gert með einhverskonar hlýhug innan flokksins. „Þar sem kemur saman margt fólk þá auðvitað tekst fólk á. Það hefur verið gert af einhverskonar hlýhug, það er ekki einhver svona ofboðsleg leiðindi þó svo að ætla mætti af umræðunni að það væri þannig. En það er eitthvað óþol, en það hlýtur bara að vera í hinum flokkunum líka, alls staðar nema hjá Pírötum, ég bara trúi ekki öðru. Ég er bara glöð að þetta hafi komið upp á yfirborðið, ég held að það sé aðalatriðið. Hafið þið ekki áhyggjur af því, við bara vinnum úr þessu,“ segir hún létt í bragði.Stjórnvöld átta sig ekki á almannahagsmunum númer eitt Hún segist brenna fyrir umhverfismál og þess vegna valdi hún Bjarta framtíð sem hún segir setja náttúruvernd á oddinn. „Það sem ég brenn helst fyrir eru umhverfismálin, það er alltaf verið að tala um almannahagsmuni, það eru almannahagsmunir númer eitt. Stjórnvöld á Vesturlöndum eru ekki bara að átta sig á því en almenningur er að kveikja á perunni. Við erum að búa til mjög fína umhverfisstefnu og ég vona að sú vinna eigi eftir að hjálpa almenningi til að kveikja á perunni. Ég er búinn að vera tryllt af gleði yfir velgengni Pírata því þá sér maður að fólk er að kveikja á perunni. En ég er ekki alveg ég jafn tryllt af gleði yfir því að við höfum ekki náð augum og eyrum fólks.“Framtíðin í húfi Hún segir að það yrði vafalaust skrýtið ef flokkur með nafnið Bjarta framtíð væri ekki með bestu umhverfisstefnuna. Framtíðin sé í húfi og nefnir hún viðtal fréttastofu Ríkisútvarpsins við Kristínu Völu Ragnarsdóttur, helsta sérfræðing Íslands í sjálfbærnimálum, þar sem hún sagði alþjóðlega loftslagsráðstefnu í París í desember næstkomandi líklegast mikilvægasta fund mannkynssögunnar. Kristín Vala sagði að ef ekki næst árangur af þessari ráðstefnu þá missi mannkynið líklegast loftslagsmálinu úr höndum sér. „Hún talaði um náttúruhamfarir og fréttamaðurinn spurði hvort það væri fram undan og hún sagði að ferlið byrjað. Stjórnmálamenn vilja ekki átta sig á því, það er ástæðan fyrir því að ég er í pólitík.“Ófriður framundan Margrét segir að því sé spáð að árið 2050 verði 250 milljónir manna á flótta vegna náttúruhamfara af völdum loftslagsbreytinga. „Og við erum að tala um að taka á móti 50 flóttamönnum. Það er ófriður fram undan ef stjórnvöld fara ekki að taka við sér. Þetta er stóra málið. Það er talað um krísu innan flokka en þetta er stóra málið.“
Tengdar fréttir Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þingflokksformaðurinn er hissa á gagnrýni Heiðu Kristínar á Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar. 10. ágúst 2015 12:21 „Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag“ Guðmundur Steingrímsson tjáir sig um þá ólgu sem hefur ríkt í Bjartri framtíð 10. ágúst 2015 15:46 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Róbert Marshall segir gagnrýni Heiðu Kristínar ekki í anda flokksins Þingflokksformaðurinn er hissa á gagnrýni Heiðu Kristínar á Guðmund Steingrímsson, formann Bjartrar framtíðar. 10. ágúst 2015 12:21
„Ég hef engan áhuga á að taka þátt í formannsslag“ Guðmundur Steingrímsson tjáir sig um þá ólgu sem hefur ríkt í Bjartri framtíð 10. ágúst 2015 15:46