Sport

Aníta verður með á heimsmeistaramótinu í Kína

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aníta.
Aníta. Vísir/daníel
Alþjóðlega frálsíþróttasambandið staðfesti rétt í þessu að Aníta Hinriksdóttir, hlaupakonan úr ÍR, yrði meðal keppenda á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem hefst þann 20. ágúst næstkomandi í Peking, Kína.

Aníta mun keppa í 800 metra hlaupi kvenna en hún var aðeins 15 sekúndubrotum frá því að ná lágmarkinu fyrir mótið. Var hún valin í sérstakan úrvalshóp og var í dag valin til þess að keppa.

Verða því tveir íslenskir keppendur á HM í frjálsum en ásamt Anítu mun Ásdís Hjálmsdóttir taka þátt eftir að hafa náð lágmarkinu í spjótkasti.


Tengdar fréttir

Kemst Aníta bakdyramegin inn á HM í Peking?

Aníta Hinriksdóttir var aðeins fimmtán hundraðshlutum frá því að ná lágmörkum fyrir HM í frjálsum sem fer fram í Peking seinna í þessum mánuðum en hún gæti samt fengið að taka þátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×