Erlent

Tveimur farþegavélum Air France lent eftir að hótanir bárust

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Vélarnar voru kannaðar en engar sprengjur fundust þó og er talið að um gabb hafi verið að ræða.
Vélarnar voru kannaðar en engar sprengjur fundust þó og er talið að um gabb hafi verið að ræða. Vísir/Getty
Tveimur farþegaþotum frá franska flugélaginu Air France var lent í Bandaríkjunum skömmu eftir flugtak.

Þoturnar voru á leið frá Washington og Los Angeles til Frakklands í nótt þegar sprengjuhótanir bárust og var því ákveðið að lenda annarri þeirra í Halifax og hinni í Salt Lake City í Utah ríki.

Vélarnar voru kannaðar en engar sprengjur fundust þó og er talið að um gabb hafi verið að ræða. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×