Pínleg andmæli evrópskrar knattspyrnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2015 12:00 Katar var úthlutað HM 2022 árið 2010. Hér er Sepp Blatter, forseti FIFA, með þáverandi emír Katar og eiginkonu hans. Vísir/AFP Marina Hyde ritar athyglisverðan pistil í enska blaðinu Guardian í dag og hefur hann vakið mikla athygli. Þar fjallar hún um yfirvofandi ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, að halda HM 2022 í nóvember og desember það ár.Sjá einnig: Styttra HM 2022 í nóvember og desember Í pistlinum rekur Hyde söguna í grófum dráttum og allt það sem hefur vakið hneykslan og undrun í þau fimm ár sem það hefur legið fyrir að HM 2022 verði haldið í hinu moldríka olíuríki Katar á Arabíuskaganum.HM er á leið til Katar, þó ekki fyrr en eftir tæp átta ár.Vísir/GettyAf nógu er að taka. Innfluttir verkamenn frá fátækum ríkjum hafa verið fluttir inn í stórum stíl til að byggja glæsilega knattspyrnuleikvanga í landinu. En það er ekki allt og sumt. „Heilu borgirnar eru reistar í miðri eyðimörkinni bara svo að nýreistur knattspyrnuleikvangurinn líti ekki einmanalega og kjánalega út,“ skrifar hún en í Lusail, þar sem úrslitaleikur HM 2015 í handbolta fór fram, er glæsileg íþróttahöll sem stendur ein og yfirgefin í eyðimörkinni. Þó er áætlað að Lusail verði stæðileg borg með tilheyrandi háhýsum og glæsivillum innan fárra ára.Sjá einnig: Neville: HM er enginn framrúðubikar Á meðan búa verkamennirnir við þröng kjör og fjöldi þeirra sem hafa látist við störf skipta þúsundum. Fleiri ásakanir hafa komið fram, líkt og Hyde bendir á, meðal annars að yfirvöld í Katar styðji við hryðjuverkastarfssemi og fjármagni Isis-samtökin íslömsku.Karl-Heinz Rummenigge er stjórnarformaður Bayern München og í forsvari fyrir Samtök evrópskra knattspyrnufélaga.Vísir/GettyLíklegt er að úrslitaleikur HM 2022 fari fram á Þorláksmessu og raski þar með hefðbundinni jóladagskrá ensku úrvalsdeildarinnar, í ofanálag við allt annað. Forráðamenn evrópskra félaga og deildarkeppna hafa mótmælt þessu fyrirkomulagi hávært og það þykir Hyde pínlegur samanburður.Sjá einnig: Engar bætur fyrir evrópsk félög vegna HM 2022 „Ef að þessar dagsetningar eru það sem veldur því að hreyfa við almennilegum andmælum þá er erfitt að komast undan því að draga neyðarlega ályktun um okkar knattspyrnuforystu. Nefnilega þá að þeim fannst ekkert athugavert við spillinguna, þrælahaldið og öll dauðsföllin - en að það sé of langt gengið skipta sér af deildarkeppnunum, þeirra helstu tekjulind,“ skrifar hún. „Þar með er hægt að finna möguleika á því að gera þessa sögu enn ógeðfelldari en hún er nú þegar.“Smelltu hér til að lesa pistil Hyde. FIFA Fótbolti Mið-Austurlönd Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira
Marina Hyde ritar athyglisverðan pistil í enska blaðinu Guardian í dag og hefur hann vakið mikla athygli. Þar fjallar hún um yfirvofandi ákvörðun Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, að halda HM 2022 í nóvember og desember það ár.Sjá einnig: Styttra HM 2022 í nóvember og desember Í pistlinum rekur Hyde söguna í grófum dráttum og allt það sem hefur vakið hneykslan og undrun í þau fimm ár sem það hefur legið fyrir að HM 2022 verði haldið í hinu moldríka olíuríki Katar á Arabíuskaganum.HM er á leið til Katar, þó ekki fyrr en eftir tæp átta ár.Vísir/GettyAf nógu er að taka. Innfluttir verkamenn frá fátækum ríkjum hafa verið fluttir inn í stórum stíl til að byggja glæsilega knattspyrnuleikvanga í landinu. En það er ekki allt og sumt. „Heilu borgirnar eru reistar í miðri eyðimörkinni bara svo að nýreistur knattspyrnuleikvangurinn líti ekki einmanalega og kjánalega út,“ skrifar hún en í Lusail, þar sem úrslitaleikur HM 2015 í handbolta fór fram, er glæsileg íþróttahöll sem stendur ein og yfirgefin í eyðimörkinni. Þó er áætlað að Lusail verði stæðileg borg með tilheyrandi háhýsum og glæsivillum innan fárra ára.Sjá einnig: Neville: HM er enginn framrúðubikar Á meðan búa verkamennirnir við þröng kjör og fjöldi þeirra sem hafa látist við störf skipta þúsundum. Fleiri ásakanir hafa komið fram, líkt og Hyde bendir á, meðal annars að yfirvöld í Katar styðji við hryðjuverkastarfssemi og fjármagni Isis-samtökin íslömsku.Karl-Heinz Rummenigge er stjórnarformaður Bayern München og í forsvari fyrir Samtök evrópskra knattspyrnufélaga.Vísir/GettyLíklegt er að úrslitaleikur HM 2022 fari fram á Þorláksmessu og raski þar með hefðbundinni jóladagskrá ensku úrvalsdeildarinnar, í ofanálag við allt annað. Forráðamenn evrópskra félaga og deildarkeppna hafa mótmælt þessu fyrirkomulagi hávært og það þykir Hyde pínlegur samanburður.Sjá einnig: Engar bætur fyrir evrópsk félög vegna HM 2022 „Ef að þessar dagsetningar eru það sem veldur því að hreyfa við almennilegum andmælum þá er erfitt að komast undan því að draga neyðarlega ályktun um okkar knattspyrnuforystu. Nefnilega þá að þeim fannst ekkert athugavert við spillinguna, þrælahaldið og öll dauðsföllin - en að það sé of langt gengið skipta sér af deildarkeppnunum, þeirra helstu tekjulind,“ skrifar hún. „Þar með er hægt að finna möguleika á því að gera þessa sögu enn ógeðfelldari en hún er nú þegar.“Smelltu hér til að lesa pistil Hyde.
FIFA Fótbolti Mið-Austurlönd Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Haaland fær tíu milljarða hjálp Mörkin úr Meistaradeildinni í gærkvöldi: Sjáðu hrunið hjá Man. City Íslendingarnir orðnir fjórir hjá Kristianstad Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Sér eftir því sem hann sagði Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sjá meira