Erlent

Sendi „selfie“ af sér með höfuðið

Samúel Karl Ólason skrifar
Yassin Salhi er talinn hafa myrt yfirmann sinn og skorið af honum höfuðið.
Yassin Salhi er talinn hafa myrt yfirmann sinn og skorið af honum höfuðið. Vísir/AFP
Maðurinn sem grunaður er um að hafa tekið höfuðið af yfirmanni sínum í Frakklandi, er sagður hafa birt sjálfsmynd af sér með höfuðið. Yassin Salhi, er einnig sagður hafa stillt höfðinu upp við gasverksmiðju sem hann ók sendiferðabíl inn í. Þar reyndi hann að koma af stað sprengingu.

Yassin var handtekinn í verksmiðjunni eftir að slökkviliðsmaður yfirbugaði hann.

Samkvæmt heimildum AFP fréttaveitunnar sendi hann myndina af sér og höfðinu með WhatsApp forritinu til númers í Norður Ameríku. Yfirvöld eru ekki búin að staðsetja þann sem fékk skilaboðin.


Tengdar fréttir

Varar við frekari árásum

Forsætisráðherra Frakklands segir einungis tímaspursmál hvenær önnur árás verður gerð þar í landi.

Blóðbað íslamska ríkisins

Fjögur hryðjuverk voru framin í gær í nafni íslamskra öfgaafla. Franska þjóðin er slegin óhug og François Hollande Frakklandsforseti stappaði stálinu í þjóð sína og bað hana um að gefa sig ekki óttanum á vald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×