Segir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum kærasta afleiðingu klámvæðingarinnar Viktoría Hermannsdóttir skrifar 1. júní 2015 19:13 Lilja Karen Kristófersdóttir segir kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hendi fyrrverandi kærasta vera afleiðingu klámvæðingarinnar. Hún er ein þeirra kvenna sem deilt hafa sögu sinni í Facebook- hópnum Beauty Tips, en þar hafa hundruð kvenna sagt frá reynslu sinni af ofbeldi undanfarna daga. Bylting kvennana inn á síðunni hefur vakið mikla athygli en margar þeirra eru að segja frá reynslu sinni í fyrsta skipti og sumar höfðu ekki áttað sig á því að þær höfðu orðið fyrir ofbeldi fyrr en þær lásu frásagnir annarra kvenna þar inn á. Lilja Karen er ein þeirra sem deilt hafa reynslu sinni en hún var beitt kynferðislegu og andlegu ofbeldi af fyrrverandi kærasta sínum en þau byrjuðu saman þegar þau voru 14 ára gömul. „Þetta var algörlega ómeðvitað og kom í ljós þegar sambandinu lauk. Þegar sjálfstraustið og sjálfsmyndin fór að hækka þá áttaði ég mig á því að ég hafði verið að ganga í gegnum ofbeldisfullt samband í ár.“ Lilja sagði móður sinni og kennara frá ofbeldinu eftir að hún hætti með kærastanum. Hún fékk mikinn stuðning frá þeim en segir jafnaldra sína ekki hafa tekið þessu jafnvel. Hún segist hafa ákveðið að deila reynslu sinni inn á síðunni til þess að mögulega hjálpa öðrum í sömu stöðu. Og hún sér ekki eftir því þar sem hún hefur fengið gríðarlega mikinn stuðning. „Mig langaði að vekja athygli á því sem ég lenti í fyrir aðrar yngri stelpur eða á sama aldri sem eru kannski að lenda í því sama, ómeðvitað. Með þessari umræðu getum við verið opnari fyrir því sem er að gerast í kringum okkur.“ Lilja segir marga unga stráka sækja fyrirmyndir sínar að kynlífi í klám. „Í mínu tifelli var það afleiðing klámvæðingarinnar. Hann var heltekinn af klámi og má segja að hann hafi fengið brengluðu hugmyndirnar sínar þaðan,“ segir Lilja. Hún segir um sannkallaða byltingu sé að ræða á Beauty Tips, þolendur séu að skila skömminni og um leið opna á umræðuna um kynferðisofbeldi. Við erum að skila skömminni algjörlega frá okkur. Við erum búin að vera að bera ábyrgð og skömm í svo langan tíma. Í rauninni erum við loksins að hafa tækifæri á að skila henni og geta opnað okkur.“ Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Lilja Karen Kristófersdóttir segir kynferðisofbeldi sem hún varð fyrir af hendi fyrrverandi kærasta vera afleiðingu klámvæðingarinnar. Hún er ein þeirra kvenna sem deilt hafa sögu sinni í Facebook- hópnum Beauty Tips, en þar hafa hundruð kvenna sagt frá reynslu sinni af ofbeldi undanfarna daga. Bylting kvennana inn á síðunni hefur vakið mikla athygli en margar þeirra eru að segja frá reynslu sinni í fyrsta skipti og sumar höfðu ekki áttað sig á því að þær höfðu orðið fyrir ofbeldi fyrr en þær lásu frásagnir annarra kvenna þar inn á. Lilja Karen er ein þeirra sem deilt hafa reynslu sinni en hún var beitt kynferðislegu og andlegu ofbeldi af fyrrverandi kærasta sínum en þau byrjuðu saman þegar þau voru 14 ára gömul. „Þetta var algörlega ómeðvitað og kom í ljós þegar sambandinu lauk. Þegar sjálfstraustið og sjálfsmyndin fór að hækka þá áttaði ég mig á því að ég hafði verið að ganga í gegnum ofbeldisfullt samband í ár.“ Lilja sagði móður sinni og kennara frá ofbeldinu eftir að hún hætti með kærastanum. Hún fékk mikinn stuðning frá þeim en segir jafnaldra sína ekki hafa tekið þessu jafnvel. Hún segist hafa ákveðið að deila reynslu sinni inn á síðunni til þess að mögulega hjálpa öðrum í sömu stöðu. Og hún sér ekki eftir því þar sem hún hefur fengið gríðarlega mikinn stuðning. „Mig langaði að vekja athygli á því sem ég lenti í fyrir aðrar yngri stelpur eða á sama aldri sem eru kannski að lenda í því sama, ómeðvitað. Með þessari umræðu getum við verið opnari fyrir því sem er að gerast í kringum okkur.“ Lilja segir marga unga stráka sækja fyrirmyndir sínar að kynlífi í klám. „Í mínu tifelli var það afleiðing klámvæðingarinnar. Hann var heltekinn af klámi og má segja að hann hafi fengið brengluðu hugmyndirnar sínar þaðan,“ segir Lilja. Hún segir um sannkallaða byltingu sé að ræða á Beauty Tips, þolendur séu að skila skömminni og um leið opna á umræðuna um kynferðisofbeldi. Við erum að skila skömminni algjörlega frá okkur. Við erum búin að vera að bera ábyrgð og skömm í svo langan tíma. Í rauninni erum við loksins að hafa tækifæri á að skila henni og geta opnað okkur.“
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira