FH er á toppnum í Pepsi-deild karla eftir 4-2 sigur á nýliðum Leiknis á Kaplakrikavelli í sjöttu umferð deildarinnar í gærkvöldi.
Skoski framherjinn Steven Lennon fór hamförum í leiknum, en hann skoraði þrennu. Þetta er fyrsta þrennan sem þessi öflugi framherji gerir síðan hann byrjaði fyrst að spila á Íslandi fyrir fjórum árum.
Annað mark Skotans var hreint ótrúlegt; Lennon tók þá á móti boltanum sitjandi á rassinum í teig Leiknis, lyfti honum og þrumaði knettinum í þaknetið.
Magnað mark hjá Lennon sem er nú búin að skora fjögur mörk í fyrstu sex umferðunum.
Þetta ótrúlega mark má sjá í spilaranum hér að ofan.

