Argur Hannes sendir RÚV tóninn vegna fregna af töfum skila skýrslu hans Jakob Bjarnar skrifar 21. október 2015 21:24 Prófessorinn furðar sig á því sem honum finnst hreinlega brenglað fréttamat fréttastofu RÚV. visir/Stefán Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor var ráðinn til þess að sumarlagi 2014 af fjármálaráðuneytinu að skrifa skýrslu um orsakir bankahrunsins; þá hvað erlend áhrif varðar. Nú liggur fyrir að hann mun ekki skila skýrslunni í sumar eins og til stóð. Frá því var greint á sínum tíma að skýrslugerðin væri að frumkvæði Hannesar sjálfs og mun fjármálaráðuneytið greiða tíu milljónir fyrir skýrsluna. Ástæðan fyrir töfinni er tvíþætt, Hannes ákvað að skrifa tvær skýrslur, aðra styttri sem ekki hafði verið beðið um og svo hefur ekki náðst viðtal við einn eða tvo menn, sem nauðsynlegt er að heyra ofaní.Hvar eru fréttirnar um Má Guðmundsson?RÚV hefur greint frá töfum við afhendingu skýrslunnar og svo virðist sem prófessorinn sé gramur vegna þess fréttaflutnings. Hann hefur nú skrifað tvær fremur ergilegar færslur á Facebookvegg sinn þar sem hann hnýtir í RÚV. Í þeim fyrri furðar hann sig á því sem honum sýnist áhugaleysi fréttastofu RÚV á því þegar „ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna handvammar Más Guðmundssonar og fólsku norrænna og breskra yfirvalda. Það þótti ekki frétt. En fréttastofa RÚV flutti í gær sérstaka frétt um það þjóðarböl, að líklega komi skýrsla mín ekki út fyrir næstu áramót.“Fréttastofa RÚV hafði engan áhuga, þegar ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 20. október 2015Skil annarrar skýrslu tefstOg nú í kvöld skrifar hann aftur færslu þar sem hann hnýtir í RÚV vegna þessa: „Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um töfina á skýrslunni, sem ég er ásamt öðrum að semja um bankahrunið?“ spyr Hannes og tengir við frétt Kjarnans þar sem greint er frá töfum skila skýrslu um rekstur Ríkisútvarpsins. Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í dag að hún lægi í skúffu í menntamálaráðuneytinu en Sigríður Hallgrímsson, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, segir enga skýrslu hafa borist ráðuneytinu. Eyþór Arnalds, sem fer fyrir nefndinni þeirri sem falið var að fara yfir fjármál RÚV ohf. staðfesti þetta við Vísi í samtali í dag og segir hann skýrslunnar að vænta á næstu dögum.Tvær skýrslur frekar en ein Hannes útskýrir þá hvernig standi á því að hann er ekki búinn að skila skýrslu sinni, og ástæðan er einfaldlega samviskusemi prófessorsins: „Töfin á minni skýrslu er hins vegar vegna þess tvenns, að ég er líka að vinna að lengri skýrslu (þótt samningurinn við fjármálaráðuneytið hafi ekki krafist þess) og að erfitt hefur verið að fá viðtöl við einn eða tvo menn, sem þó er nauðsynlegt að tala við. Ég hefði ella getað skilað styttri skýrslunni fyrir löngu. Og hefur fréttastofa RÚV reglulega birt fréttir af töfum á skilum annarra skýrslna? Væri könnun á þessu ekki tilvalið verkefni fyrir einhvern nemanda í fjölmiðlafræði?“Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um tö...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 21. október 2015 Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor var ráðinn til þess að sumarlagi 2014 af fjármálaráðuneytinu að skrifa skýrslu um orsakir bankahrunsins; þá hvað erlend áhrif varðar. Nú liggur fyrir að hann mun ekki skila skýrslunni í sumar eins og til stóð. Frá því var greint á sínum tíma að skýrslugerðin væri að frumkvæði Hannesar sjálfs og mun fjármálaráðuneytið greiða tíu milljónir fyrir skýrsluna. Ástæðan fyrir töfinni er tvíþætt, Hannes ákvað að skrifa tvær skýrslur, aðra styttri sem ekki hafði verið beðið um og svo hefur ekki náðst viðtal við einn eða tvo menn, sem nauðsynlegt er að heyra ofaní.Hvar eru fréttirnar um Má Guðmundsson?RÚV hefur greint frá töfum við afhendingu skýrslunnar og svo virðist sem prófessorinn sé gramur vegna þess fréttaflutnings. Hann hefur nú skrifað tvær fremur ergilegar færslur á Facebookvegg sinn þar sem hann hnýtir í RÚV. Í þeim fyrri furðar hann sig á því sem honum sýnist áhugaleysi fréttastofu RÚV á því þegar „ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna handvammar Más Guðmundssonar og fólsku norrænna og breskra yfirvalda. Það þótti ekki frétt. En fréttastofa RÚV flutti í gær sérstaka frétt um það þjóðarböl, að líklega komi skýrsla mín ekki út fyrir næstu áramót.“Fréttastofa RÚV hafði engan áhuga, þegar ég upplýsti sl. vor, að líklega hefðu 270 milljarðar kr. tapast vegna...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 20. október 2015Skil annarrar skýrslu tefstOg nú í kvöld skrifar hann aftur færslu þar sem hann hnýtir í RÚV vegna þessa: „Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um töfina á skýrslunni, sem ég er ásamt öðrum að semja um bankahrunið?“ spyr Hannes og tengir við frétt Kjarnans þar sem greint er frá töfum skila skýrslu um rekstur Ríkisútvarpsins. Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hélt því fram í grein í Morgunblaðinu í dag að hún lægi í skúffu í menntamálaráðuneytinu en Sigríður Hallgrímsson, aðstoðarmaður Illuga Gunnarssonar, segir enga skýrslu hafa borist ráðuneytinu. Eyþór Arnalds, sem fer fyrir nefndinni þeirri sem falið var að fara yfir fjármál RÚV ohf. staðfesti þetta við Vísi í samtali í dag og segir hann skýrslunnar að vænta á næstu dögum.Tvær skýrslur frekar en ein Hannes útskýrir þá hvernig standi á því að hann er ekki búinn að skila skýrslu sinni, og ástæðan er einfaldlega samviskusemi prófessorsins: „Töfin á minni skýrslu er hins vegar vegna þess tvenns, að ég er líka að vinna að lengri skýrslu (þótt samningurinn við fjármálaráðuneytið hafi ekki krafist þess) og að erfitt hefur verið að fá viðtöl við einn eða tvo menn, sem þó er nauðsynlegt að tala við. Ég hefði ella getað skilað styttri skýrslunni fyrir löngu. Og hefur fréttastofa RÚV reglulega birt fréttir af töfum á skilum annarra skýrslna? Væri könnun á þessu ekki tilvalið verkefni fyrir einhvern nemanda í fjölmiðlafræði?“Af hverju hefur fréttastofa RÚV ekki birt tvær fréttir um töfina á skilum þessarar skýrslu, eins og hún hefur gert um tö...Posted by Hannes Hólmsteinn Gissurarson on 21. október 2015
Mest lesið Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Innlent Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Innlent Fleiri fréttir Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Sjá meira