Erlent

Fær tveggja vikna frest til stjórnarviðræðna

Samúel Karl Ólason skrifar
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Vísir/EPA
Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hefur fengið tveggja vikna frest hjá forseta landsins, til að ná samkomulagi um stjórnarmyndun. Hann á nú í viðræðum við aðra flokka og segir að töluverður árangur hafi náðst. Þó þurfi hann meiri tíma til að mynda ríkisstjórn.

Flokkur hans, sigraði í kosningum þar í landi í mars.

Samkvæmt AP fréttaveitunni er Netanyahu nálægt samkomulagi við tvö trúarlega flokka. Hins vegar er lengra í samkomulag við tvo aðra flokka sem lengi hafa starfað með Likud flokknum. Reuven Rivlin, forseti Ísrael, getur veitt öðrum stjórnmálaleiðtoga leyfi til stjórnarmyndunnar, hafi Netanyahu ekki tekist að mynda ríkisstjórn eftir tvær vikur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×