Erlent

Líkklæði Jesú Krists á sýningu í Tórínó

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Sumir telja klæðin trúarlega mikilvæg fyrir Kristindóm.
Sumir telja klæðin trúarlega mikilvæg fyrir Kristindóm. MARCO BERTORELLO / AFP
Tórínóklæðin svokölluðu, sem fólk telur að séu líkklæði Jesú Krists, verða almenningi til sýnis til 24. júní í ár.

Klæðin verða til sýnis í dómkirkjunni í Tórínó á Norður-Ítalíu en almenningur þarf að skrá sig á biðlista til að geta séð klæðin með eigin augum. Þegar hafa um milljón manns skráð sig á lista til að geta séð klæðin en Frans páfi verður einn þeirra sem munu skoða klæðin í heimsókn til Tórínó í sumar.

Klæðin, sem eru fjórir metrar á lengd, voru síðast til sýnis árið 2010 en þá komu 2,5 milljónir manna til að skoða klæðin.

Margir telja þó að ekki sé um raunveruleg líkklæði Krists að ræða en vísindamenn telja að þau séu fölsun frá árinu 1300 eftir dauða Krists og styðjast þar við aldursgreiningu með geislakoli.

Þrátt fyrir það segja talsmenn dómkirkjunnar í Tórínó að klæðin hafi mikið trúarlegt gildi fyrir fólk þrátt fyrir vangaveltur um hvort þau séu fölsuð eða ekki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×