Erlent

Grillo gæti farið í fangelsi

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Beppe Grillo er í vondum málum vegna ummæla sinna.
Beppe Grillo er í vondum málum vegna ummæla sinna. NordicPhotos/afp
Beppe Grillo, leiðtogi stjórnmálaflokksins Fimm stjörnu hreyfingin, þarf að greiða rúmar sjö milljónir króna í skaðabætur og gæti átt yfir sér fangelsisvist fyrir meiðyrði.

Grillo gagnrýndi prófessor Franc­esco Battaglia fyrir stuðning hans við kjarnorku. Á stjórnmálasamkomu árið 2011 sagði hann að hann ætlaði að sparka í afturendann á prófessor Battaglia og hrekja hann úr sjónvarpi.

Battaglia segir að eftir ummæli Grillo hafi honum borist ótal hótanir og að bíll hans hafi verið eyðilagður.

Grillo óttast þó ekki hugsanlega fangavist. „Ef [Sandro] Pertini og [Nelson] Mandela fóru í fangelsi get ég gert það fyrir réttlátan málstað sem ég trúi á,“ sagði Grillo.

Fimm stjörnu hreyfingin mælist næststærsti flokkur Ítalíu á eftir Lýðræðishreyfingu Matteo Renzi forsætisráðherra en flokk Grillo hefur gjarnan verið líkt við Besta flokkinn í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×