„Okkar stærsta vandamál hvað launin í landinu eru lág“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. september 2015 16:30 Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Fréttablaðið/Daníel Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ósammála Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra um ein helsta hættan sem steðji að hagkerfinu sé að laun hækki of mikið hér á landi. „Ég held kannski að okkar stærsta vandamál sé í rauninni hvað launin í landinu eru lág og þá ekki síst þau lægstu og hvað kostnaðurinn við að vera til er mikill. Of stór hluti kökunnar fer til stóru fyrirtækjanna, stórbokkanna sem ég ætla að leyfa mér að kalla svo, og of lítill hluti til launafólks. Ekki er gert nóg til að styðja við litlu fyrirtækin,“ sagði Valgerður í umræðu um forsendur fjárlagafrumvarpsins á þingi í dag. Hún sagði þetta ástand kalla á kerfisbreytingu. „Við þurfum að breyta því hvernig við skiptum gæðum þessa lands á milli þeirra sem eiga og hinna sem vinna og þiggja laun.“ Fjármálaráðherra tók til andsvara að lokinni ræðu Valgerðar vegna orða hennar um að hann hefði sagt laun hækka um og of. „Það sem ég er að benda á í þeirri umræðu er að það eru ytri mörk á því hvað við getum hækkað laun mikið á hverjum tíma án þess að kalla yfir okkur verðbólgu og þar með hærra vaxtastig. Það eru bara efnahagslegar staðreyndir sem búa þar að baki að þeir sem hækka laun að jafnaði meira heldur en framleiðslan vex, þeir draga smám saman úr verðgildi gjaldmiðilsins,“ sagði Bjarni. Hann sagði Íslendinga þekkja vel áratugalanga sögu af víxlverkunum launa og verðlags: „Það sem ég hef verið að benda á að undanförnu er að nýlega gerðir kjarasamningar setja örugglega mikinn þrýsting á að þessi keðjuverkun fari af stað. Það þarf að bregðast við því en allt leiðir þetta mig að þeirri niðurstöðu að það þarf að breyta vinnumarkaðslíkaninu á Íslandi.“ Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Lofaði auknu fé til velferðarkerfisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði Ísland hafa náð sér óvenju hratt á strik efnahagslega og kallaði eftir alþjóðasamstarfi um móttöku flóttamanna í stefnuræðu á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir sagði ekki vera stoð fyrir fallegum fyrirheitum ríkisstjórnarinnar í fjárlögum. 9. september 2015 07:00 50 milljóna króna aukafjárveiting vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun 50 milljóna króna aukafjárveitingu til Útlendingastofnunar vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna hér á landi. 11. september 2015 11:11 Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Bjarni segir stefnu Samfylkingarinnar felast í því að bótavæða samfélagið Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur verði jafnháar lágmarkslaunum. Fjármálaráðherra hefur efasemdir um þá stefnu. 10. september 2015 14:26 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist ósammála Bjarna Benediktssyni, fjármálaráðherra um ein helsta hættan sem steðji að hagkerfinu sé að laun hækki of mikið hér á landi. „Ég held kannski að okkar stærsta vandamál sé í rauninni hvað launin í landinu eru lág og þá ekki síst þau lægstu og hvað kostnaðurinn við að vera til er mikill. Of stór hluti kökunnar fer til stóru fyrirtækjanna, stórbokkanna sem ég ætla að leyfa mér að kalla svo, og of lítill hluti til launafólks. Ekki er gert nóg til að styðja við litlu fyrirtækin,“ sagði Valgerður í umræðu um forsendur fjárlagafrumvarpsins á þingi í dag. Hún sagði þetta ástand kalla á kerfisbreytingu. „Við þurfum að breyta því hvernig við skiptum gæðum þessa lands á milli þeirra sem eiga og hinna sem vinna og þiggja laun.“ Fjármálaráðherra tók til andsvara að lokinni ræðu Valgerðar vegna orða hennar um að hann hefði sagt laun hækka um og of. „Það sem ég er að benda á í þeirri umræðu er að það eru ytri mörk á því hvað við getum hækkað laun mikið á hverjum tíma án þess að kalla yfir okkur verðbólgu og þar með hærra vaxtastig. Það eru bara efnahagslegar staðreyndir sem búa þar að baki að þeir sem hækka laun að jafnaði meira heldur en framleiðslan vex, þeir draga smám saman úr verðgildi gjaldmiðilsins,“ sagði Bjarni. Hann sagði Íslendinga þekkja vel áratugalanga sögu af víxlverkunum launa og verðlags: „Það sem ég hef verið að benda á að undanförnu er að nýlega gerðir kjarasamningar setja örugglega mikinn þrýsting á að þessi keðjuverkun fari af stað. Það þarf að bregðast við því en allt leiðir þetta mig að þeirri niðurstöðu að það þarf að breyta vinnumarkaðslíkaninu á Íslandi.“
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Tengdar fréttir Lofaði auknu fé til velferðarkerfisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði Ísland hafa náð sér óvenju hratt á strik efnahagslega og kallaði eftir alþjóðasamstarfi um móttöku flóttamanna í stefnuræðu á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir sagði ekki vera stoð fyrir fallegum fyrirheitum ríkisstjórnarinnar í fjárlögum. 9. september 2015 07:00 50 milljóna króna aukafjárveiting vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun 50 milljóna króna aukafjárveitingu til Útlendingastofnunar vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna hér á landi. 11. september 2015 11:11 Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17 Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28 Bjarni segir stefnu Samfylkingarinnar felast í því að bótavæða samfélagið Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur verði jafnháar lágmarkslaunum. Fjármálaráðherra hefur efasemdir um þá stefnu. 10. september 2015 14:26 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Sjá meira
Lofaði auknu fé til velferðarkerfisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði Ísland hafa náð sér óvenju hratt á strik efnahagslega og kallaði eftir alþjóðasamstarfi um móttöku flóttamanna í stefnuræðu á Alþingi. Birgitta Jónsdóttir sagði ekki vera stoð fyrir fallegum fyrirheitum ríkisstjórnarinnar í fjárlögum. 9. september 2015 07:00
50 milljóna króna aukafjárveiting vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun 50 milljóna króna aukafjárveitingu til Útlendingastofnunar vegna mikillar fjölgunar hælisumsókna hér á landi. 11. september 2015 11:11
Fjármálaráðherra vill festa séreignarsparnaðarleiðina í sessi Alls hafa landsmenn tekið út um 11 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að lækka greiðslubyrði húsnæðislána sinna eða til að nýta í útborgun fyrir íbúð. 10. september 2015 12:17
Ríkið þarf að „losna undan skuldafjallinu“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, mælti fyrir fjárlagafrumvarpi næsta árs á Alþingi í morgun. 10. september 2015 11:28
Bjarni segir stefnu Samfylkingarinnar felast í því að bótavæða samfélagið Samfylkingin hefur lagt fram frumvarp þess efnis að ellilífeyrir og örorkubætur verði jafnháar lágmarkslaunum. Fjármálaráðherra hefur efasemdir um þá stefnu. 10. september 2015 14:26