Erlent

Fundin sek um að blekkja kærustuna með því að þykjast vera karlmaður

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá bænum Chester þar sem konurnar hittust meðal annars.
Frá bænum Chester þar sem konurnar hittust meðal annars. vísir/getty
Kviðdómur í Bretlandi hefur fundið konu seka um kynferðisbrot en hún blekkti aðra konu til þess að stunda með sér kynlíf með því að þykjast vera karlmaður.

Konan, Gayle Newland, brá sér í dulargervi karlmanns og breytti rödd sinni. Þá krafðist hún þess af hinni konunni að hún myndi vera með bundið fyrir augun á meðan þær stunduðu kynlíf. Konan sem þóttist vera karlmaður notaði gervityppi til þess að sofa hjá.

Konurnar voru í samskiptum á netinu og í síma í tvö ár áður en þær hittust. Þá sváfu þær saman um 10 sinnum að því er fram kemur í frétt Independent. Konan sem blekkt var sagði fyrir dóm að samband þeirra hafi verið náið; hún hafi litið á konuna, sem hún hélt að væri karlmaður, sem unnusta sinn.

Hún hafi hins vegar aldrei mátt líta á hann þar sem hann væri mjög óöruggur með líkama sinn. Í eitt skipti tók konan hins vegar bandið frá augum sínum og sá að kærastinn sinn var með gervityppi, og var í raun alls ekki karlmaður.

Newland hefur játað að hafa notað alter-egó á internetinu þar sem hún þóttist vera karlmaður. Hún sagði að sér hafi fundist óþægilegt að vera lesbía og því hafi verið auðveldara að nálgast konur á þennan hátt.

 

Newland neitaði hins vegar að hafa bundið fyrir augu konunnar sem hún svaf hjá og sagði að hún hefði alltaf vitað að Newland væri aðeins að þykjast vera karlmaður. Þær hafi verið í hlutverkaleik þar sem þær hafi báðar verið að kljást við kynhneigð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×