Erlent

Hægriflokkarnir tapa í Noregi

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Jonas Gahr Store, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem er stærstur í 17 fylkjum Noregs eftir sveitastjórnarkosningarnar í gær.
Jonas Gahr Store, leiðtogi Verkamannaflokksins, sem er stærstur í 17 fylkjum Noregs eftir sveitastjórnarkosningarnar í gær. Vísir/AFP
Norski verkamannaflokkurinn vann sigur í sveitarstjórnarkosningunum sem fram fóru í Noregi í gær. Flokkurinn er stærstur í 17 af 19 fylkjum landsins. Hægri flokkarnir töpuðu meirihluta sínum í höfuðborginni  Osló   eftir 18 ára valdatíð.

Þá er græningjaflokkurinn í
  oddastöðu   víða um landið, þar með talið höfuðborginni, þar sem verkamannaflokkurinn þarf á stuðningi græningja og hinna vinstri flokkanna til að mynda meirihluta.

Norkir fjölmiðlar velta upp þeirri stöðu sem gæti orðið í borginni, að leiðtogi Græningja í höfuðborginni, gæti orðið fyrsti múslímski borgarstjóri Osló.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×