Ísland dýrt fyrir alla nema Norðmenn Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. september 2015 07:00 Kaj-Tore Nilsen segir verðlag á Íslandi sanngjarnt og alls ekki svo hátt – að minnsta kosti ekki miðað við föðurland hans Noreg. vísir/anton brink Kaj-Tore og ellefu manna hópur hans greiddi tæpar 200 þúsund krónur á veitingastaðnum Kopar. Hann var ánægður með það og gaf tíu prósent í þjórfé. Sjá má af reikningnum að hvítvín sem selt er á 3.700 krónur í Vínbúðum kostar 10.500 í Kopar og maturinn kostaði 9.900 á mann.vísir/anton brink „Það eina sem ég veit þegar ég ferðast frá Noregi er að verðlagið á staðnum sem ég fer til er lægra en heima,“ segir Kaj-Tore Nilsen, sem nýtur lífsins fyrir utan Lebowski bar á Laugavegi. Kaj-Tore starfar hjá Eimskip í Tromsö og er hingað kominn í karlaferð með vinnufélögunum yfir helgi. „Í gærkvöldi borgaði ég 200 þúsund krónur á veitingahúsi og það finnst mér alls ekki mikið enda vorum við ellefu saman,“ segir Kaj-Tore og bendir á að vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu hafi norska krónan lækkað um þrjátíu prósent. „Það er samt enn ódýrara í öðrum löndum en þetta þýðir þó að fari ég með fjölskylduna til Flórída kostar það tíu þúsund dollurum meira en áður.“Carina Kohnen er hér til hægri með vinkonu sinni sem vildi ekki segja til nafns en varð við því að stilla sér upp fyrir myndatöku.vísir/anton brinkCarina Kohnen frá Þýskalandi er hér ásamt vinkonu sinni. Þær höfðu varið tveimur vikum í að aka hringinn í kring um Ísland en eru að spóka sig á Laugaveginum þegar útsendarar Fréttablaðsins taka þær tali. „Við tókum minnstu gerð af bílaleigubíl en hann kostaði samt 700 evrur sem okkur finnst mjög dýrt. Flest allt hér er mun dýrara en heima en við vorum reyndar búnar að sjá það á netinu. Reyndar sýnist mér bensínið hér ekki svo dýrt miðað við í Þýskalandi,“ segir Carina.Þetta par frá Úkraínu er hér í sinni annarri Íslandsheimsókn. Hann heitir Denys Viliuthanin en hún vildi ekki fá nafn sitt í blaðið.vísir/anton brinkDenys Viliuthanin, sem er frá Kíev í Úkraínu, er hér ásamt konu sinni. Hann segir þau hafa ferðast um Ísland í tíu daga fyrir tveimur árum en nú gefi þau sér betri tíma og verði hér í þrjár vikur. „Hér er auðvitað allt mun dýrara en heima en við vorum við því búin,“ segir Denys sem kveðst ekki sjá mun á verðlaginu á Íslandi nú og fyrir tveimur árum.Dmitry Avevyanov var á Íslandi fyrir átta árum og er nú mættur aftur með konu sína, Olena Viliuzhanina.vísir/anton brinkDmitriy Avevyanov og Olena Viliuzhanina búa í Mosvku. „Ég var hér í hópferð fyrir átta árum þar sem ég þurfti ekki að borga mat og slíkt en nú er ég hérna á eigin vegum með konunni minni og þá finnur maður betur fyrir hversu dýrir hlutirnir eru hér en við vissum það svo sem fyrirfram,“ segir Dmitriy sem kveðst hafa vissan skilning á háu verðlagi á Íslandi. „Níutíu prósent af vörum í búðum hér virðast vera innfluttar og það kostar sitt. En það er eitt sem ég skil alls ekki. Ísland er eyja umkringd hafi og í því er nóg af fiski. Hvers vegna er fiskur hér þá svona svakalega dýr? Ég næ því bara ekki,“ segir Dmitriy Avevyanov. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Kaj-Tore og ellefu manna hópur hans greiddi tæpar 200 þúsund krónur á veitingastaðnum Kopar. Hann var ánægður með það og gaf tíu prósent í þjórfé. Sjá má af reikningnum að hvítvín sem selt er á 3.700 krónur í Vínbúðum kostar 10.500 í Kopar og maturinn kostaði 9.900 á mann.vísir/anton brink „Það eina sem ég veit þegar ég ferðast frá Noregi er að verðlagið á staðnum sem ég fer til er lægra en heima,“ segir Kaj-Tore Nilsen, sem nýtur lífsins fyrir utan Lebowski bar á Laugavegi. Kaj-Tore starfar hjá Eimskip í Tromsö og er hingað kominn í karlaferð með vinnufélögunum yfir helgi. „Í gærkvöldi borgaði ég 200 þúsund krónur á veitingahúsi og það finnst mér alls ekki mikið enda vorum við ellefu saman,“ segir Kaj-Tore og bendir á að vegna lækkandi heimsmarkaðsverðs á olíu hafi norska krónan lækkað um þrjátíu prósent. „Það er samt enn ódýrara í öðrum löndum en þetta þýðir þó að fari ég með fjölskylduna til Flórída kostar það tíu þúsund dollurum meira en áður.“Carina Kohnen er hér til hægri með vinkonu sinni sem vildi ekki segja til nafns en varð við því að stilla sér upp fyrir myndatöku.vísir/anton brinkCarina Kohnen frá Þýskalandi er hér ásamt vinkonu sinni. Þær höfðu varið tveimur vikum í að aka hringinn í kring um Ísland en eru að spóka sig á Laugaveginum þegar útsendarar Fréttablaðsins taka þær tali. „Við tókum minnstu gerð af bílaleigubíl en hann kostaði samt 700 evrur sem okkur finnst mjög dýrt. Flest allt hér er mun dýrara en heima en við vorum reyndar búnar að sjá það á netinu. Reyndar sýnist mér bensínið hér ekki svo dýrt miðað við í Þýskalandi,“ segir Carina.Þetta par frá Úkraínu er hér í sinni annarri Íslandsheimsókn. Hann heitir Denys Viliuthanin en hún vildi ekki fá nafn sitt í blaðið.vísir/anton brinkDenys Viliuthanin, sem er frá Kíev í Úkraínu, er hér ásamt konu sinni. Hann segir þau hafa ferðast um Ísland í tíu daga fyrir tveimur árum en nú gefi þau sér betri tíma og verði hér í þrjár vikur. „Hér er auðvitað allt mun dýrara en heima en við vorum við því búin,“ segir Denys sem kveðst ekki sjá mun á verðlaginu á Íslandi nú og fyrir tveimur árum.Dmitry Avevyanov var á Íslandi fyrir átta árum og er nú mættur aftur með konu sína, Olena Viliuzhanina.vísir/anton brinkDmitriy Avevyanov og Olena Viliuzhanina búa í Mosvku. „Ég var hér í hópferð fyrir átta árum þar sem ég þurfti ekki að borga mat og slíkt en nú er ég hérna á eigin vegum með konunni minni og þá finnur maður betur fyrir hversu dýrir hlutirnir eru hér en við vissum það svo sem fyrirfram,“ segir Dmitriy sem kveðst hafa vissan skilning á háu verðlagi á Íslandi. „Níutíu prósent af vörum í búðum hér virðast vera innfluttar og það kostar sitt. En það er eitt sem ég skil alls ekki. Ísland er eyja umkringd hafi og í því er nóg af fiski. Hvers vegna er fiskur hér þá svona svakalega dýr? Ég næ því bara ekki,“ segir Dmitriy Avevyanov.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira