Erlent

Erfiðlega gengur að nálgast flugritana

Sunna Karen Sigurþórsdótitr skrifar
vísir/ap
Leit er hafin að flugritum vélar Air Asia sem fórst á dögunum. Leitarskilyrði eru þó slæm, sterkir vindar eru á svæðinu og skyggni lítið. Stél þotunnar fannst í gær en þar eru flugritarnir jafnan geymdir en þeir ættu að geta varpað ljósi á ástæður þess að vélin fórst. Flugritinn hefur meðal annars að geyma upplýsingar um flugið og hljóðupptökur úr flugstjórnarklefa.

162 voru um borð í vélinni sem fórst hinn 28.desember síðastliðinn. Búið er að finna um fjörutíu lík í sjónum en talið er að flest séu þau enn um borð í skrokki vélarinnar sem líklegast liggur á hafsbotni. 


Tengdar fréttir

Hafa fundið fleiri lík í Jövuhafi

Talsmenn indónesískra yfirvalda segja að leitarmenn hafi nú veitt alls þrjátíu lík af farþegum vélar AirAsia sem hrapaði í Jövuhafi á sunnudag úr sjónum.

Stél AirAsia 8501 er fundið

Leitarflokkar á Jövuhafi hafa nú staðfest að stél farþegaþotu AirAsia sem fórst á dögunum, sé fundið.

Brak fannst í Jövuhafi

Leitarvélar á Jövuhafi telja sig hafa fundið í morgun brak á floti í sjónum sem gæti verið úr Airbus þotu AirAsia sem fórst í fyrradag.

Fjögur lík fundin til viðbótar

Leitarsveitir hafa nú fundið fjögur lík til viðbótar úr farþegaflugvél flugfélagsins AirAsia í Jövuhafi. Alls hafa 34 lík fundist ásamt fimm stórum hlutum flugvélarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×