Erlent

Birta myndir af aftöku lögreglumanna

Birgir Olgeirsson skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP
Hryðjuverkasamtökin Íslamska ríkið hafa birt skjáskot úr væntanlegum myndböndum sem eiga að sýna frá aftöku átta íraskra lögreglumanna sem eru sakaðir um að hafa njósnað um samtökin fyrir stjórnvöld í Írak, en greint er frá þessu á vef breska dagblaðsins The Daily Mail.

Eru lögreglumennirnir klæddir í appelsínugula fangagalla en á bak við þá standa meðlimir úr öryggissveitum Íslamska ríkisins. Nokkrir þeirra lögreglumanna sem sjást á þessum skjáskotum eru nafngreindir af samtökunum og sjást hljóðnemar á nokkrum þeirra.

Samtökin segja þessa lögreglumenn hafa gengið til liðs við samtökin í þeim eina tilgangi að njósna um þau fyrir yfirvöld í Írak. Þá eru lögreglumennirnir sagðir hafa tekið skoðað skotmörk fyrir væntanlegar loftárásir gegn Íslamska ríkinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×