Erlent

Stækka leitarsvæðið í Jövuhafi

Atli Ísleifsson skrifar
Talið er að brakið sé að finna á um 30 metra dýpi.
Talið er að brakið sé að finna á um 30 metra dýpi. Vísir/AFP
Leitarsvæðið í Jövuhafi hefur nú verið stækkað en leit að braki vélar AirAsia sem fórst fyrir rúmri viku stendur enn yfir.

Leitarmenn telja mögulegt að þeir hafi þegar fundið hluta af vélinni, þar á meðal stél vélarinnar sem geymir flugrita vélarinnar. Talið er að brakið sé að finna á um 30 metra dýpi.

Vélin var á leið frá indónesísku borginni Surabaya til Singapúr þegar hún hvarf af ratsjám í slæmu veðri þann 28. desember síðastliðinn. Alls voru 162 um borð í vélinni og hafa lík 37 fundist.

Vonskuveður hefur gert leitarmönnum erfitt fyrir.

Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×