Erlent

Létust í snjóflóði í Ölpunum

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/ap
Tveir bandarískir skíðamenn um tvítugt létust í snjóflóði í austurrísku Ölpunum í dag. Mennirnir voru við æfingar fyrir heimsbikarmótið í alpagreinum ásamt fjórum öðrum úr bandaríska liðinu. Hinir fjórir sluppu ómeiddir.

Búið var að lýsa yfir snjóflóðahættu á þessum slóðum en virti skíðafólkið það að vettugi. Mennirnir tveir, Ronnie Berlack, 20 ára, og Bryce Astle, 19 ára, eru sagðir hafa verið afburða íþróttamenn.  

Reiknað er með því að hefja keppni á heimsbikarmótinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×