Erlent

Loka skíðabrekkum af ótta við málsóknir

Samúel Karl Ólason skrifar
Þrátt fyrir að það geti verið gaman að renna sér niður brekkur, er það víða orðið lögbrot.
Þrátt fyrir að það geti verið gaman að renna sér niður brekkur, er það víða orðið lögbrot. Vísir/AP
Embættismenn víða um Bandaríkin hafa tekið þá ákvörðun að banna frekar börnum að renna sér á sleðum á opinberjum lóðum, en að eiga möguleika á málaferlum vegna slysa. Í borginni Dubuque í Iowa er einungis leyfilegt að renna sér í tveimur görðum borgarinnar af 50.

Samkvæmt AP fréttaveitunni eru ekki til opinberar tölur um fjölda borga sem hafa lokað vinsælum sleðabrekkum, en þó segir á vef AP að þeim fari sífellt fjölgandi.

Rannsókn sem framkvæmd var af Columbus barnaspítalanum segir til um að á árunum 1997 til 2007 hafi meira en tuttugu þúsund börn verið flutt á bráðamóttöku árlega vegna sleðaslysa.

Borgarráð Dubuque fjallaði um málið áður en bannið var sett á. Í umfjöllun ráðsins kom í ljós að á síðasta áratugi hafi fjölda mála verið höfðað gegn hinu opinbera. Borgin Omaha í Nebraska þurfti að borga tvo milljarða dala þegar fimm ára stelpa lamaðist við að renna á tré. Þá þurfti Sioux City að borga 2,75 milljónir dala eftir að maður skaddaði mænu sína við að renna á skilti.

Mismunandi leiðir eru þó farnar í borgum Bandaríkjanna. Sumstaðar hefur allsherjar sleðabann verið sett á. Þá hafa sumstaðar verið sett upp skilti sem vara við hættu og segja að fólk leiki sér á sleðum á eigin ábyrgð. Í borginni Paxton í Illinois, var heil sleðabrekka fjarlægð árið 2013.

Í Omaha var fólki bannað að renna sér niður vinsæla brekku eftir að borgin tapaði skaðabótamáli vegna slyss þar. Íbúar borgarinnar hlýddu banninu þó ekki svo það var afnumið. Þess í stað setti borgin dempara á staura og heybala í kringum tré.

Lögmaður borgarinnar segir AP að samkvæmt dómstólum í Nebraska sé það á ábyrgð hins opinbera að vernda íbúa, þrátt fyrir að þau taki slæmar ákvarðanir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×