Erlent

Fleiri hundruð lögreglumanna sneru baki í borgarstjórann

Atli Ísleifsson skrifar
Wenjian Liu var skotinn ásamt félaga sínum Rafael Ramos af árásarmanni í Brooklyn þann 20. desember síðastliðinn.
Wenjian Liu var skotinn ásamt félaga sínum Rafael Ramos af árásarmanni í Brooklyn þann 20. desember síðastliðinn. Vísir/AP
Fleiri hundruð lögreglumanna sneru baki í borgarstjóra New York-borgar þegar hann flutti ávarp í útför annars tveggja lögregluþjóna sem skotnir voru til bana í Brooklyn-hverfi í síðasta mánuði.

Wenjian Liu, sonur kínversks innflytjanda, var skotinn ásamt félaga sínum Rafael Ramos af árásarmanni en talið var að árásin tengdist vaxandi óánægju með störf lögreglu almennt. 

Fjöldi fólks kvaddi sér hljóðs í athöfninni, en fyrir utan bygginguna mátti sjá lögreglumenn snúa sérstaklega baki við hana þegar borgarstjórinn Bill de Blasio flutti ávarp sitt. Ávarp de Blasio var sjónvarpað á skjám fyrir utan bygginguna. Frá þessu er sagt í frétt BBC.

Fjöldi manna innan lögreglunnar í New York hafa lýst yfir óánægju með de Blasio og meintri samúð hans í garð þeirra sem hafa gagnrýnt störf lögreglu í vetur.


Tengdar fréttir

Lögreglumanni fylgt til grafar

Fjölskylda, vinir og samstarfsfélagar úr lögreglunni í New York komu saman í gær til þess að minnast annars af tveimur lögreglumönnum sem féll fyrir hendi byssumanns í Brookly

Tveir lögreglumenn skotnir til bana í New York

Lögregluþjónarnir tveir, Rafael Ramos og Wenjian Liu, voru skotnir til bana í Brooklyn-hverfinu í gærkvöldi. Árásarmaðurinn svipti sig lífi skömmu síðar.

Þúsundir fylgdu Ramos til grafar

Þúsundir lögreglumanna komu saman í dag til að minnast lögreglumannanna sem skotnir voru til bana í Brooklyn í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×