Erlent

Banna lyftur á fyrstu þremur hæðum húsa

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Twitter-notendur hafa bent á að fólk muni líklega taka lyftuna upp á fjórðu hæð og ganga niður á þriðju hæð til að þurfa að ganga minna.
Twitter-notendur hafa bent á að fólk muni líklega taka lyftuna upp á fjórðu hæð og ganga niður á þriðju hæð til að þurfa að ganga minna. Vísir/Getty Images
Stjórnvöld í tyrkneska héraðinu Edirne hafa krafist þess að eigendur húsa með lyftum loki aðgang að lyftum á neðstu þremur hæðum húsanna. Reglurnar ná þó ekki til hjúkrunarheimila og spítala. 

Samkvæmt BBC verður fólki sem ekki getur gengið áfram heimilt að taka lyftu af öllum hæðum. Sérstakir lyftuverðir verða staðsettir í opinberum byggingum til að tryggja að reglunum sé framfylgt. 


Rökin sem færð eru fyrir banninu eru að með því að ganga meira muni líf íbúa héraðsins lengjast um dag. Þá er einnig vonast til að orka sparist við þessar aðgerðir. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×