Erlent

Græddu milljónir á flóttamönnunum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ezadeen kom til hafnar á Ítalíu í gær.
Ezadeen kom til hafnar á Ítalíu í gær. Vísir/AFP
Talið er að flóttamennirnir sem voru um borð í flutningaskipinu Ezadeen hafi greitt allt upp undir 8.000 dollara fyrir að komast um borð í skipið. Það er um ein milljón íslenskra króna.

Ítölsk lögregluyfirvöld telja að hver flóttamaður hafi þurft að greiða á bilinu 4.000-8.000 dollara og hafa smyglararnir því þénað um 3 milljónir dala. Það gera tæplega 400 milljónir króna.

Skipið var dregið inn til hafnar í ítölsku borginni Corigliano Calabro í gær af Tý, skipi Landhelgisgæslunnar. 360 manns var bjargað af skipinu sem sigldi undir síerraleónskum fána.

Ástand flóttamannanna er sagt gott og er nú verið að flytja þá í innflytjendamiðstöðvar og á heimili víðs vegar um Ítalíu.


Tengdar fréttir

Hafa bjargað um tvö þúsund manns

Áhöfnin á varðskipinu Tý hefur frá því í byrjun desember komið að björgun um tvö þúsund flóttamanna. Fólkið er skilið eftir í stjórnlausum skipum sem áhafnirnar yfirgefa áður en landi er náð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×