Varar við upplausn Íraks Samúel Karl Ólason skrifar 2. janúar 2015 16:02 Abdul-Wahab al-Saadi og menn hans ferðuðust 40 kílómetra vegalengd á 30 dögum. Vísir/AP „Ef þetta gengur ekki betur, mun enda með að landinu verður skipt upp,“ segir hershöfðinginn Abdul-Wahab al-Saadi og telur hann að landinu yrði þá skipt upp á milli Súnníta, Sjíta og Kúrda. Nýverið vann hann stórsigur gegn Íslamska ríkinu þegar hann tók bæinn Beiji af vígamönnum samtakanna. Um er að ræða stærsta sigur hersins gegn IS frá því að herinn flúði undan stórsókna samtakanna í sumar. Hann er þó svartsýnn á getu hersins til að berjast gegn IS og segir herinn skorta vopna, búnað og fullþjálfaða hermenn. al-Saadi var í viðtali við AP fréttaveituna þar sem hann kvartaði einnig yfir stuðningi Bandaríkjanna. Hann sagði loftárásir þeirra vera of marklausar.Spilling allsráðandi Al-Saadi sagði spillingu enn vera ráðandi í bæði hernum og ríkisstjórn Írak. Þá sagði hann að hæfileikar hæst settu hermanna landsins hefðu frekar hentað í seinni heimstyrjöldinni. Auk alls þessa hefur hann áhyggjur af agaleysi vopnaðra sveita sjálfboðaliða sem berjast fyrir stjórnvöld í Bagdad. „Ég er hermaður og þeir virða ekki þær reglur sem við störfum eftir,“ sagði al-Saadi. Hann sagði sjálfboðaliða fara ránshendi um heimili á svæðum sem stjórnvöld ráða yfir og að þeir reyni að ógna foringjum hersins. Hershöfðinginn hafði 225 vopnaða menn, skriðdreka, tvær sprengjuvörpur, tvær stórskotabyssur og um 40 brynvarða bíla, þegar hann réðst gegn IS í Beji. Það tók hersveitina 30 daga að ferðast fjörtíu kílómetra vegalengd áður en þeir komu að bænum. Á leiðinni þurfti þeir að verjast vegsprengjum og sjálfsmorðsárásum. Sjálfboðaliðar sem al-Saadi hafði skipað að verja bakhlið herdeildarinnar yfirgáfu oft stöðu sína.Um 25 sjálfsmorðsárásir voru gerðar á hersveit al-Saadi.Vísir/APStjórnmálamenn vildu skjótan árangur Háttsettir stjórnmálamenn fóru fram á að Beji yrði hertekin hratt. „Ég sagði þeim að ég gæti tekið bæinn á þremur dögum, en þá myndi ég missa fjölmarga menn. Þá sagði ég þeim að ég myndi gera þetta á þann hátt sem ég kysi. Þeir voru óánægðir með það en gátu svo sem ekkert sagt.“ Á hverjum degi fékk hann símtöl frá embættismönnum í Bagdad sem sögðu sóknina ganga of hægt. „Ég sagði þeim aftur og aftur að ég færi rólega áfram til að verja hermennina.“ Haider al-Abadi, hinn nýi forsætisráðherra Írak hringdi þó einnig í hann til að lýsa yfir stuðningi sínum. Al-Saadi segir að nýr forsætisráðherra Írak hafi vikið fjölmörgum spilltum og óhæfum yfirmönnum hersins til hliðar síðan hann tók við völdum og að hann hafi einnig stöðvað gífurlega háar launagreiðslur til þúsunda hermanna sem í raun væru ekki til. Allt í allt voru gerðar um 25 sjálfsmorðsárásir á hermenn al-Saadi á leiðinni til Beji. Þar að auki höfðu þeir einungis eina nothæfa jarðýtu með sér, sem bilaði oft og dekk hennar voru oft sprengd af leyniskyttum.Telur Bandaríkin ekki treysta yfirvöldum Írak Varðandi loftárásir Bandaríkjanna sagðist hershöfðinginn draga í efa að Bandaríkin treystu yfirvöldum í Bagdad sem og yfirmönnum hersins. „Stundum gerðu þeir loftárásir sem ég bað ekki um og þegar ég grátbað þá um eina loftárás framkvæmdu þeir hana aldrei.“ Aðferð al-Saadi við að hertaka Beji virðist þó hafa borið árangur, en hann missti tólf hermenn og 30 særðust. Hann telur að þeir hafi samtals fellt um 1.500 vígamenn IS. Þrátt fyrir það hefur hann áhyggjur af því að honum takist að halda bænum, en vígamenn eru þegar búnir að koma sér fyrir við bæinn og hermenn al-Saadi eru of fáir til að halda aftur af þeim. Liðsauki sem var á leið til Beji varð fyrir árás og þurfti að hörfa. Þá voru 50 menn sendir að nóttu til. Þeir komust til Beji þrátt fyrir að hafa orðið fyrir árás og misst tíu menn. Nærri því jafnmarga og dóu við að taka bæinn. Mið-Austurlönd Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira
„Ef þetta gengur ekki betur, mun enda með að landinu verður skipt upp,“ segir hershöfðinginn Abdul-Wahab al-Saadi og telur hann að landinu yrði þá skipt upp á milli Súnníta, Sjíta og Kúrda. Nýverið vann hann stórsigur gegn Íslamska ríkinu þegar hann tók bæinn Beiji af vígamönnum samtakanna. Um er að ræða stærsta sigur hersins gegn IS frá því að herinn flúði undan stórsókna samtakanna í sumar. Hann er þó svartsýnn á getu hersins til að berjast gegn IS og segir herinn skorta vopna, búnað og fullþjálfaða hermenn. al-Saadi var í viðtali við AP fréttaveituna þar sem hann kvartaði einnig yfir stuðningi Bandaríkjanna. Hann sagði loftárásir þeirra vera of marklausar.Spilling allsráðandi Al-Saadi sagði spillingu enn vera ráðandi í bæði hernum og ríkisstjórn Írak. Þá sagði hann að hæfileikar hæst settu hermanna landsins hefðu frekar hentað í seinni heimstyrjöldinni. Auk alls þessa hefur hann áhyggjur af agaleysi vopnaðra sveita sjálfboðaliða sem berjast fyrir stjórnvöld í Bagdad. „Ég er hermaður og þeir virða ekki þær reglur sem við störfum eftir,“ sagði al-Saadi. Hann sagði sjálfboðaliða fara ránshendi um heimili á svæðum sem stjórnvöld ráða yfir og að þeir reyni að ógna foringjum hersins. Hershöfðinginn hafði 225 vopnaða menn, skriðdreka, tvær sprengjuvörpur, tvær stórskotabyssur og um 40 brynvarða bíla, þegar hann réðst gegn IS í Beji. Það tók hersveitina 30 daga að ferðast fjörtíu kílómetra vegalengd áður en þeir komu að bænum. Á leiðinni þurfti þeir að verjast vegsprengjum og sjálfsmorðsárásum. Sjálfboðaliðar sem al-Saadi hafði skipað að verja bakhlið herdeildarinnar yfirgáfu oft stöðu sína.Um 25 sjálfsmorðsárásir voru gerðar á hersveit al-Saadi.Vísir/APStjórnmálamenn vildu skjótan árangur Háttsettir stjórnmálamenn fóru fram á að Beji yrði hertekin hratt. „Ég sagði þeim að ég gæti tekið bæinn á þremur dögum, en þá myndi ég missa fjölmarga menn. Þá sagði ég þeim að ég myndi gera þetta á þann hátt sem ég kysi. Þeir voru óánægðir með það en gátu svo sem ekkert sagt.“ Á hverjum degi fékk hann símtöl frá embættismönnum í Bagdad sem sögðu sóknina ganga of hægt. „Ég sagði þeim aftur og aftur að ég færi rólega áfram til að verja hermennina.“ Haider al-Abadi, hinn nýi forsætisráðherra Írak hringdi þó einnig í hann til að lýsa yfir stuðningi sínum. Al-Saadi segir að nýr forsætisráðherra Írak hafi vikið fjölmörgum spilltum og óhæfum yfirmönnum hersins til hliðar síðan hann tók við völdum og að hann hafi einnig stöðvað gífurlega háar launagreiðslur til þúsunda hermanna sem í raun væru ekki til. Allt í allt voru gerðar um 25 sjálfsmorðsárásir á hermenn al-Saadi á leiðinni til Beji. Þar að auki höfðu þeir einungis eina nothæfa jarðýtu með sér, sem bilaði oft og dekk hennar voru oft sprengd af leyniskyttum.Telur Bandaríkin ekki treysta yfirvöldum Írak Varðandi loftárásir Bandaríkjanna sagðist hershöfðinginn draga í efa að Bandaríkin treystu yfirvöldum í Bagdad sem og yfirmönnum hersins. „Stundum gerðu þeir loftárásir sem ég bað ekki um og þegar ég grátbað þá um eina loftárás framkvæmdu þeir hana aldrei.“ Aðferð al-Saadi við að hertaka Beji virðist þó hafa borið árangur, en hann missti tólf hermenn og 30 særðust. Hann telur að þeir hafi samtals fellt um 1.500 vígamenn IS. Þrátt fyrir það hefur hann áhyggjur af því að honum takist að halda bænum, en vígamenn eru þegar búnir að koma sér fyrir við bæinn og hermenn al-Saadi eru of fáir til að halda aftur af þeim. Liðsauki sem var á leið til Beji varð fyrir árás og þurfti að hörfa. Þá voru 50 menn sendir að nóttu til. Þeir komust til Beji þrátt fyrir að hafa orðið fyrir árás og misst tíu menn. Nærri því jafnmarga og dóu við að taka bæinn.
Mið-Austurlönd Mest lesið Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Sjá meira