Erlent

Sprengingar óvæntur fylgifiskur lögleiðingar marijúana

Atli Ísleifsson skrifar
Marijúana var lögleitt í Colorado árið 2012.
Marijúana var lögleitt í Colorado árið 2012. Vísir/Getty
Slökkvilið, lögregla og lögfræðingar í Colorado-ríki í Bandaríkjunum kljást nú við óvæntan fylgifisk þeirrar ákvörðunar að lögleiða marijúana: sprengingar.

Á síðasta ári voru 32 sprengingar í heimahúsum og öðru húsnæði sem rekja mátti til „áhugaefnafræðinga“ sem höfðu breytt eldhúsi eða kjallara í rannsóknarstofur, ekki ólíkum þeim sem sjást í bandarísku þáttunum Breaking Bad.

„Þeir koma alltaf með einhverja aðra sögu: „Ekkert gerðist“, eða „Ég var að elda mat þegar hann sprakk skyndilega“,“ segir Chuck Mathis, slökkviliðsmaður í Grand Junction, í samtali við New York Times.

Sprengingarnar verða þegar folk reyna að ná olíu úr marijuana-plöntum með aðstoð eldfimra efna.

Enn sem komið er hefur enginn látist, en ekki liggur almennilega fyrir hvernig lagalega skuli takast á við vandamálið. Lögin heimila íbúum ríkisins að rækta, reykja, selja og meðhöndla marijúana.

Marijúana var lögleitt í Colorado árið 2012.


Tengdar fréttir

Kannabis skilar Colorado tekjum í ríkiskassann

Ný lög sem tóku gildi í Colorado þann fyrsta janúar síðastliðinn, og leyfa sölu á kannabisefnum í ríkinu, skiluðu tveimur milljónum dollara, um tvöhundruð og tuttugu milljónum króna, í ríkiskassan í janúarmánuði einum saman.

Kannabis lögleitt í tveimur ríkjum Bandaríkjanna

Enn á eftir að telja atkvæði í Alaska en líklegt þykir að lögleiðing verði samþykkt þar. Lögleiðingu var hafnað í Flórída þrátt fyrir að 57 prósent kjósenda sögðu já.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×