Erlent

Kynjaður snjómokstur í Stokkhólmi

Atli Ísleifsson skrifar
Forgangsröðuninni hefur verið breytt í Stokkhólmi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Forgangsröðuninni hefur verið breytt í Stokkhólmi. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Borgaryfirvöld í Stokkhólmi hafa ákveðið að snjómokstur á gangstéttum og hjólabrautum skuli framvegis njóta forgangs á snjóþungum dögum.

Umferðargötur verða framvegis færðar aftar í forgangsröðuninni samkvæmt nýjum reglum borgarinnar. Með þessu er ætlunin að gera borgina jafn örugga fyrir karla – sem eru hlutfallslega líklegri til að vera bílstjórar – og konur – sem eru ólíklegri til að setjast á bakvið stýrið.

Í frétt The Local segir að hugmyndin sé að bæði kyn njóti jafnrar verndar gegn því að renna til á ísnum á köldum dögum í borginni, en rannsóknir sýna að konur séu nú líklegri að lenda í slíkum slysum yfir vetarmánuðina.

„Tölur sýna að gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk slasast oftar en þeir í sem eru í bíl. Þess vegna er mikilvægt að reyna að koma í veg fyrir að fólk í þessum hópum hrasi og meiði sig. Þess vegna ætlum við í framtíðinni að forgangsraða snjómokstri og meðhöndlun í þágu gangstétta og hjólabrauta,“ segir Daniel Helldén, varaborgarstjóri borgarinnar og yfirmaður umferðardeildar borgarinnar, í samtali við The Local.

Borgaryfirvöld samþykktu hina nýju stefnu síðastliðinn föstudag, en reglurnar munu taka gildi í nóvember næstkomandi. Gamla kerfið gerði ráð fyrir að stofnæðar yrðu ruddar fyrst, svo svæði þar sem karlmenn hafa vanalega unnið líkt og á byggingarsvæðum, og loks gangstéttir og hjólabrautir.


Tengdar fréttir

Þurfti að lyfta barnavagninum yfir snjóskafla

Erfitt getur verið fyrir gangandi vegfarendur að komast leiðar sinnar í færðinni sem nú er á höfuðborgarsvæðinu. Borgarfulltrúi segir alla meðvitaða um ástandið og fagnar ábendingum um það sem betur má fara.

Snjó mokað fyrir 500 milljónir

Hver sólarhringur sem Reykjavíkurborg heldur úti öllum sínum tækjum og mannskap við snjómokstur kostar tíu til fimmtán milljónir króna. Strax í haust var kostnaður vegna snjómoksturs 380 milljónir og er gert ráð fyrir að árið kosti hálfan milljarð þegar það verður gert upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×