Erlent

Útgáfa dagblaðs bönnuð vegna myndar af George Clooney

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Hin umdeilda forsíða íranska dagblaðsins Mardom e-Emruz.
Hin umdeilda forsíða íranska dagblaðsins Mardom e-Emruz. Vísir
Útgáfa íranska dagblaðsins Mardom e-Emruz hefur verið bönnuð af yfirvöldum í Íran vegna forsíðumyndar sem birtist í blaðinu af George Clooney.

Á myndinni er leikarinn með barmmerki sem á stendur Je Suis Charlie, til stuðnings franska skopmyndatímaritinu Charlie Hebdo. Fyrirsögnin með myndinni í íranska dagblaðinu er „Ég er líka Charlie.“

Ritstjóri dagblaðsins sagði að hann hefði verið neyddur til að hætta útgáfu blaðsins. Þrátt fyrir að blaðið hafi hvorki lýst yfir stuðningi við Charlie Hebdo eða yfirlýsingar Clooney sögðu dómarar fyrirsögnina „ruddalega“.

Íranska ríkisstjórnin hefur bæði fordæmt árásina á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo og tímaritið sjálft, þar sem skopmyndir þess af Múhameð spámanni hafi verið ögrandi og móðgun við íslam.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×