Erlent

Tvö þúsund manns mótmæltu í Vín: Tveimur samkynhneigðum konum hent út fyrir að kyssast

Fólkið vildi með þessu mótmæla ákvörðun veitingamannsins og styðja við réttindabaráttu samkynhneigðra.
Fólkið vildi með þessu mótmæla ákvörðun veitingamannsins og styðja við réttindabaráttu samkynhneigðra. vísir/ap
Tvö þúsund manns komu saman í Vínarborg í Austurríki í gær eftir að tveimur samkynhneigðum konum var hent út af kaffihúsi í borginni fyrir að kyssast.

Fólkið vildi með þessu mótmæla ákvörðun veitingamannsins og styðja við réttindabaráttu samkynhneigðra.

Veitingamaðurinn hefur viðurkennt að hafa vísað konunum á dyr útaf kossaflensi en vísar því hins vegar á bug að ástæðan hafi verið samkynhneigð. Þær hafi að hans mati einfaldlega gengið of langt í ástaratlotum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×