Erlent

Hafa fundið týnt könnunarfar á yfirborði Mars

Samúel Karl Ólason skrifar
Könnunarfarið virðist vera í góðu ástandi á yfirborði Mars. Þetta er tölvuteiknuð mynd frá Evrópsku geimferðastofnuninni.
Könnunarfarið virðist vera í góðu ástandi á yfirborði Mars. Þetta er tölvuteiknuð mynd frá Evrópsku geimferðastofnuninni. Vísir/AFP
Könnunarfarið Beagle2 hefur fundist á yfirborð Mars í góðu ástandi. Farið lenti á rauðu plánetunni á jóladag 2003 og aldrei náðist samband við það. Talið var að það hefði eyðilagst við lendingu.

Beagle sést á myndum sem teknar voru úr gervihnetti NASA sem er á sporbraut um Mars.

Samkvæmt myndunum lenti Beagle einungis fimm kílómetrum frá miðju lendingarsvæðisins sem er 500 kílómetrar á breidd og hundrað kílómetrar á hæð, en svo virðist sem að farið hafi orðið fyrir smá hnjaski. Samkvæmt BBC komu fastar sólarrafhlöður í veg fyrir að farið hafi sett loftnetið á loft.

Enn sem komið er eru það bara getgátur, en yfirmaður verkefnisins segir þetta líklega ástæðu fyrir sambandsleysinu. Það eina sem þyrfti til væri að gat hefði komið á loftpúða við lendinguna eða að grind farsins hafi skekst.

Á sínum tíma var framkvæmd rannsókn á því hvers vegna verkefnið mistókst og var slæmri stjórnun og ónægum prófunum á búnaði kennt um. Þá var einnig talið að of liltum fjármunum hefði verið verið varið í verkefnið.

Hér má sjá myndirnar úr gervihnettinum.Mynd/NASA/JPL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×