Erlent

Rétt sluppu frá flóðhesti - Myndband

Samúel Karl Ólason skrifar
Talið er að flóðhestar verði allt að þrjú þúsund manns aldurtila í Afríku á ári hverju.
Talið er að flóðhestar verði allt að þrjú þúsund manns aldurtila í Afríku á ári hverju. Vísir/AFP
Myndband þar sem flóðhestur reynir að ráðast á bát fullan af ferðamönnum hefur farið víða um netheima í dag. Á myndbandinu sést hvernig flóðhesturinn stefnir að ferðamönnunum, en þá gefur sá sem er við stjórnvölinn verulega í.

Flóðhesturinn stekkur svo upp úr vatninu rétt hjá bátnum. Flóðhestar eru með hættulegustu dýrum Afríku og talið er að þeir drepi allt að þrjú þúsund menn á ári, samkvæmt Independent.

Frétt CNN um myndbandið má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×