Erlent

Gíslataka í París

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Mynd af vettvangi.
Mynd af vettvangi. Twitter/Dario Spagnolo
Lögreglan í París hefur handtekið gíslatökumann og frelsað tvo gísla sem haldið var á pósthúsi í Colombes, úthverfi borgarinnar. AFP greinir frá þessu. Maðurinn gafst upp fyrir lögreglu.

Gíslatökumaðurinn sagðist vera vopnaður Kalashnikov-hríðskotariffli, byssu og handsprengjum. Telegraph greindi frá því að lögreglan hafi haft afskipti af manninum áður og að hann hafi sjálfur haft samband við lögreglu í dag.

Ekki er talið að gíslatakan hafi nein tengsl við hryðjuverkaárásina og gíslatökurnar tvær í París í síðustu viku. France Info segir að maðurinn sé ekki í andlegu jafnvægi í kjölfar sambandsslita.

Uppfært klukkan 13.46.

Myndir frá vettvangi má sjá í tístunum hér fyrir neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×