Erlent

Páfinn segir tjáningarfrelsi háð takmörkunum

Samúel Karl Ólason skrifar
Páfinn talar um að kýla vin sinn, Dr. Gasparri.
Páfinn talar um að kýla vin sinn, Dr. Gasparri. Vísir/AFP
Fransis páfi segir að tjáningarfrelsi sé háð takmörkunum, sérstaklega þegar kemur að því að hæðast að trú fólks. Hann segir einnig að það að myrða í nafni guðs, sé „fáránlegt“. Páfinn ræddi við blaðamenn í flugvél Vatíkansins í dag.

Fransis varði þó tjáningarfrelsið og sagði það ekki einungis varða mannréttindi, heldur væri það skylda fólks að segja satt og rétt frá. Þegar páfinn sagði tjáningarfrelsið háð takmörkunum notaði hann vin sinn sem dæmi.

„Ef vinur minn Dr. Gasparri blótar móður minn, má hann búast við að vera kýldur. Það er eðlilegt. Þú mátt ekki egna. Þú mátt ekki segja móðgandi hluti um trú fólks. Þú mátt ekki gera grín að trú fólks,“ hefur AP fréttaveitan eftir páfanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×