Erlent

Loks komnir á topp fjallsins El Capitan

Atli Ísleifsson skrifar
Mennirnir hófu för sína á tindinn fyrir nítján dögum síðan.
Mennirnir hófu för sína á tindinn fyrir nítján dögum síðan. Vísir/AP
Tveir bandarískir fjallgöngumenn komust á topp fjallið El Capitan í Yosemite þjóðgarðinum í Kaliforníu í Bandaríkjunum fyrr í kvöld eftir nítján daga klifur. Mennirnir eru þeir fyrstu til að klífa þverhnípi fjallsins án sérstaks hjálparbúnaðar, ef frá eru taldar öryggislínur.

Í frétt BBC kemur fram að Kevin Jorgeson, 30 ára, og Tommy Caldwell, 36 ára, komust á tindinn í dag en þeir hófu gönguna þann 27. desember síðastliðinn. Fjallið er 914 metra hátt en vanir göngumenn eru yfirleitt í kringum þrjá til fjóra daga að klífa mest förnu leiðirnar á toppinn með búnaði.

Jess Clayton, talskona þeirra félaga, segir að mennirnir muni ekki veita viðtöl á toppnum en að þeir muni ræða við fjölmiðla á morgun.

Eric Jorgeson, faðir Kevin, segist mjög stoltur af því að sjá son sinn láta draum sinn rætast, en þeir byrjuðu að klífa aðrar leiðir á sama tind þegar Kevin var fimmtán ára gamall.

El Capitan í Yosemite.Mynd/Wikipedia



Fleiri fréttir

Sjá meira


×