Tímabil sem var þaggað niður Hjörtur Hjartarson skrifar 13. janúar 2015 20:06 „Þetta er tímabil sem var þaggað niður,“ segir þjóðfræðingur sem rannsakað hefur samskipti íslenskra karlmanna og erlendra hermanna sem hér dvöldu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún segir að margir hafi uppgötvað að þeir væru samkynhneigðir þegar hermennirnir byrjuðu að daðra við þá.„Það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt,“ söng Soffía Karlsdóttir fyrir sléttum fimmtíu árum og tóku eflaust margir undir. Þar var með rómantískum hætti fjallað um samskipti íslenskra kvenna og erlendra hermanna á stríðsárunum. Það sem færri vita er að ljóðlínur lagsins, „Þeir spáserra og státa um stræti og torg, og stúlkurnar dufla við þá inn á Borg,“ hefðu vel getað fjallað um íslenska pilta sömuleiðis. Særún Lísa Birgisdóttir, þjóðfræðingur hefur undanfarið fimm ár rannsakað þátt íslenskra karlmanna í „ástandinu“ svokallaða, þegar mörg þúsund breskra og bandarískra hermanna nam hér land í seinni heimsstyrjöldinni. Lítið hefur verið fjallað um að vissulega stunduðu íslenskir karlmenn kynlíf með erlendum hermönnum þó aldrei hafi það farið hátt. „Þetta var bara tímabil sem var þaggað niður. Það vissu þetta margir en það vildi enginn tala um þetta. Það var mjög erfitt að fá upp úr fólki það sem það vissi,“ segir Særún Lísa. Særún Lísa segir að ekki sé hægt að tala um að fjöldinn allur af íslenskum karlmönnum hefði komið út úr skápnum á þessum tíma, ekki nema gagnvart hermönnunum sjálfum. „Því þeir voru vissir um að hermennirnir myndu ekki segja neitt því það var náttúrulega brottrekstrarsök úr hernum, með skömm, ef svona kæmist upp. Þannig að þetta var visst öryggi, þeir gátu verið þeir sjálfir, um tíma, án þess að neinn uppgötvaði það. Það voru margir sem töluðu um að þeir hefðu í raun uppgötvað kynhneigð sína, sem sagt að þeir væru samkynhneigðir þegar hermenn voru að daðra við þá. Þannig að þeir komust, eins og einn sagði, hann hefði bara dottið í konfektkassa.“ Fordómar samfélagsins á þessum árum kom hinsvegar í veg fyrir að menn gætu með góðu móti lifað lífi sínu eins og þeir vildu. „Samkvæmt mínum heimildum og viðtölum, þá fór meirihlutinn aftur inn í skápinn og giftist og eignaðist börn og lifði svo bara „venjulegu“ lífi.“ Særún Lísa segir mikilvægt að um þetta tímabil sé fjallað og saga þessarra manna sögð. „Þetta er svona týnda fólkið okkar, huldufólkið. Þessir menn voru huldumenn í íslensku samfélagi og þeir fengu ekki sinn sess í sögunni. Þetta er stór partur af okkar sögu sem verður eiginlega að vera með,“ segir Særún Lísa. Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sjá meira
„Þetta er tímabil sem var þaggað niður,“ segir þjóðfræðingur sem rannsakað hefur samskipti íslenskra karlmanna og erlendra hermanna sem hér dvöldu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. Hún segir að margir hafi uppgötvað að þeir væru samkynhneigðir þegar hermennirnir byrjuðu að daðra við þá.„Það er draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt,“ söng Soffía Karlsdóttir fyrir sléttum fimmtíu árum og tóku eflaust margir undir. Þar var með rómantískum hætti fjallað um samskipti íslenskra kvenna og erlendra hermanna á stríðsárunum. Það sem færri vita er að ljóðlínur lagsins, „Þeir spáserra og státa um stræti og torg, og stúlkurnar dufla við þá inn á Borg,“ hefðu vel getað fjallað um íslenska pilta sömuleiðis. Særún Lísa Birgisdóttir, þjóðfræðingur hefur undanfarið fimm ár rannsakað þátt íslenskra karlmanna í „ástandinu“ svokallaða, þegar mörg þúsund breskra og bandarískra hermanna nam hér land í seinni heimsstyrjöldinni. Lítið hefur verið fjallað um að vissulega stunduðu íslenskir karlmenn kynlíf með erlendum hermönnum þó aldrei hafi það farið hátt. „Þetta var bara tímabil sem var þaggað niður. Það vissu þetta margir en það vildi enginn tala um þetta. Það var mjög erfitt að fá upp úr fólki það sem það vissi,“ segir Særún Lísa. Særún Lísa segir að ekki sé hægt að tala um að fjöldinn allur af íslenskum karlmönnum hefði komið út úr skápnum á þessum tíma, ekki nema gagnvart hermönnunum sjálfum. „Því þeir voru vissir um að hermennirnir myndu ekki segja neitt því það var náttúrulega brottrekstrarsök úr hernum, með skömm, ef svona kæmist upp. Þannig að þetta var visst öryggi, þeir gátu verið þeir sjálfir, um tíma, án þess að neinn uppgötvaði það. Það voru margir sem töluðu um að þeir hefðu í raun uppgötvað kynhneigð sína, sem sagt að þeir væru samkynhneigðir þegar hermenn voru að daðra við þá. Þannig að þeir komust, eins og einn sagði, hann hefði bara dottið í konfektkassa.“ Fordómar samfélagsins á þessum árum kom hinsvegar í veg fyrir að menn gætu með góðu móti lifað lífi sínu eins og þeir vildu. „Samkvæmt mínum heimildum og viðtölum, þá fór meirihlutinn aftur inn í skápinn og giftist og eignaðist börn og lifði svo bara „venjulegu“ lífi.“ Særún Lísa segir mikilvægt að um þetta tímabil sé fjallað og saga þessarra manna sögð. „Þetta er svona týnda fólkið okkar, huldufólkið. Þessir menn voru huldumenn í íslensku samfélagi og þeir fengu ekki sinn sess í sögunni. Þetta er stór partur af okkar sögu sem verður eiginlega að vera með,“ segir Særún Lísa.
Mest lesið Vaktin: Grindavík komin með rafmagn á ný Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Innlent Fleiri fréttir Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Svartsengislína dottin út og rafmagnslaust í Grindavík Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Ríkið þarf ekki að greiða borginni milljarðana Funda þriðja daginn í röð á morgun Fyrsta flug þotu sem markar þáttaskil í sögu Icelandair Stefna á að verk hefjist við Fossvogsbrú snemma á næsta ári Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Ný gögn í Geirfinnsmáli eigi að fara til lögreglu á Suðurnesjum Varar við launahækkunum umfram núverandi kjarasamninga Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú Sjá meira