Lögreglumenn ákærðir fyrir morð Samúel Karl Ólason skrifar 13. janúar 2015 15:37 Skjáskot úr hjálmmyndavél eins lögreglumannsins. Vísir/AP Tveir lögreglumenn hafa verið kærðir fyrir morð í borginni Albeuquerque í New Mexico í Bandaríkjunum. Lögreglumennirnir skutu James Boyd, sem var heimilislaus, til bana í mars í fyrra. Skotárásin leiddi til mikilla mótmæla í borginni. Ákveðið var að kæra ekki lögreglumennina í Ferguson, þar sem óvopnaður ungur maður var skotinn, og í New York, þar sem lögregluþjónar kyrktu mann til bana. Þá höfðu sérstakir hópar (e. Grand jury), farið yfir gögn málsins og þau ákváðu hvort leggja ætti fram kæru, eða ekki. Eftir að ákveðið var að kæra lögreglumennina ekki urðu gífurlega stór mótmæli víða um Bandaríkin og þeim fylgdi oft mikið ofbeldi. Saksóknari Albuquerque fór þó fram hjá því að láta sambærilegan hóp taka ákvörðun í málinu og kærði tvo lögreglumenn fyrir morð. Þannig telur hann að allar upplýsingarSnýst um aðgengi að upplýsingum „Ólíkt Ferguson og New York, þá munum við vita um hvað málið snýst. Almenningur mun búa yfir þessum upplýsingum,“ segir Kari Brandenburg við AP fréttaveituna. Þá segist hann trúa telja að sambærileg mál séu mikilvæg og að nauðsynlegt sé að deila öllum upplýsingum með almenningi. Keith Sandy er einn lögreglumannanna sem hefur verið ákærður fyrir að skjóta James Boyd. Boyd hafði margoft lent í átökum við lögreglu samkvæmt AP, en myndband af skotárásinni sýnir að hann virðist gefast upp. Þá kasta lögreglumennirnir að honum flasssprengju og siga hundi á hann. Við það tekur hann upp tvo hnífa og er skotinn. „Ég hlakka til þess að saksóknarar finni eitt vitni sem tilbúið sé að segja að um morð sé að ræða,“ segir lögmaður Sandy. Áður en Boyd var skotinn var Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka valdbeitingu lögreglunnar í Albuquerque. Frá árinu 2010 hafa orðið meira en 40 skotárásir í borginni og þar af 27 banvænar. Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Tveir lögreglumenn hafa verið kærðir fyrir morð í borginni Albeuquerque í New Mexico í Bandaríkjunum. Lögreglumennirnir skutu James Boyd, sem var heimilislaus, til bana í mars í fyrra. Skotárásin leiddi til mikilla mótmæla í borginni. Ákveðið var að kæra ekki lögreglumennina í Ferguson, þar sem óvopnaður ungur maður var skotinn, og í New York, þar sem lögregluþjónar kyrktu mann til bana. Þá höfðu sérstakir hópar (e. Grand jury), farið yfir gögn málsins og þau ákváðu hvort leggja ætti fram kæru, eða ekki. Eftir að ákveðið var að kæra lögreglumennina ekki urðu gífurlega stór mótmæli víða um Bandaríkin og þeim fylgdi oft mikið ofbeldi. Saksóknari Albuquerque fór þó fram hjá því að láta sambærilegan hóp taka ákvörðun í málinu og kærði tvo lögreglumenn fyrir morð. Þannig telur hann að allar upplýsingarSnýst um aðgengi að upplýsingum „Ólíkt Ferguson og New York, þá munum við vita um hvað málið snýst. Almenningur mun búa yfir þessum upplýsingum,“ segir Kari Brandenburg við AP fréttaveituna. Þá segist hann trúa telja að sambærileg mál séu mikilvæg og að nauðsynlegt sé að deila öllum upplýsingum með almenningi. Keith Sandy er einn lögreglumannanna sem hefur verið ákærður fyrir að skjóta James Boyd. Boyd hafði margoft lent í átökum við lögreglu samkvæmt AP, en myndband af skotárásinni sýnir að hann virðist gefast upp. Þá kasta lögreglumennirnir að honum flasssprengju og siga hundi á hann. Við það tekur hann upp tvo hnífa og er skotinn. „Ég hlakka til þess að saksóknarar finni eitt vitni sem tilbúið sé að segja að um morð sé að ræða,“ segir lögmaður Sandy. Áður en Boyd var skotinn var Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna að rannsaka valdbeitingu lögreglunnar í Albuquerque. Frá árinu 2010 hafa orðið meira en 40 skotárásir í borginni og þar af 27 banvænar.
Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira