Erlent

Pútín mætir ekki til Auschwitz

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá minningarathöfninni 2005.
Frá minningarathöfninni 2005. Vísir/AFP
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, mun ekki taka þátt í athöfn til minningar þess að 70 ár eru frá frelsun Auschwitz útrýmingarbúðanna. Athöfnin fer fram þann 27. janúar en talsmaður forsetans segir að honum hafi ekki verið boðið að taka þátt.

Talsmaður Pútín ræddi málið í útvarpi í Rússlandi í dag, en þetta er talið sýna fram á köld tengsl Vestur-Evrópu og Rússlands. AP fréttaveitan hefur þó eftir skipuleggjendum athafnarinnar að ekki hafi staðið til að skilja Rússlandsforsetan útundan.

Pútín mætti á áthöfnina fyrir tíu árum.

Þeir segja að engum hafi formlega verið boðið á athöfnina heldur hafi þær þjóðir sem leggja safninu sem er þar nú fé, verið spurðar hverjir myndu mæta á þeirra vegum, ef þá einhver.

Frá því að Úkraínudeilan hófst hefur Pútín dregið mjög úr utanlandsferðum sínum. Þegar hann mætti á fund G20 ríkjanna í Ástralíu í nóvember fékk hann kaldar móttökur og yfirgaf fundinn snemma.

Í samtali við AP segir Dmitry Peskov, talsmaður Pútín, að stjórnvöld viti af því að engin boðskort hafi verið send út. Aðspurður út í af hverju forsetinn ætlaði ekki að mæta sagði hann Pútín vera mjög upptekinn. Hann neitaði því að Pútín væri sár út í þjóðarleiðtoga vestrænna ríkja fyrir kuldalegt viðmót þeirra í hans garð.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×